Ragnhildur Þóra

Tvítug Reykjavíkurmær. Hef alist uppí vesturbænum og er þar enn. En þó með viðkomum í hina ýmsu landshluta þessa lands og lönd þessa heims! Stórum hluta af æsku- og unglingsárunum eyddi ég í Breiðdalnum þar sem ég var í sveit frá 11 ára aldri, hugsa til þess tíma með stjörnur í augunum, enda er ég best geymd inní fjósi í skítalyktinni eða út á túni á hlaupum.

Ég hef bæði farið í íþróttaskóla í DK og eins málaskóla á Miami og sé ekki eftir þeim tíma,  einnig hef ég verið dugleg að ferðast bæði um landið okkar og heiminn allan þó mest evrópu en stefni á allar heimsálfur. Ég þoli ekki tilhugsunina um það að það sé e-ð þarna úti sem ég hef ekki séð og upplifað.

Ég er ein af þeim sem ávallt þarf að breyta til og prófa mig áfram, dugir mér ekki að heyra um það, ég þarf að gera það! Ég er að vinna með fötluðum og ég eeelska það. Þegar ég er ekki að vinna eða ,,hanga" með einhverjum af mínu frábæru vinum er hægt að finna mig í ræktinni, línuskautum eða uppi á fjöllum, ekki kölluð Ragetta fyrir ekki neitt:) 

Er frekar týnd í þessum stóra heimi og á erfitt með að ákveða hvað ég vil verða og gera! Stefnan er þó sett á háskólanám og er það ferðamálafræði sem heillar mest þessa vikuna:) Ég hef því engin plön fyrir framtíðina frekar en morgundaginn:) Ég er að skipuleggja heimsyfirráð og það gengur bara alveg hreint fínt. Kemur með Kalda vatninu eins og mammsla orðar það

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband