Hvernig er hægt........

Að vera svona einmanna umkringd öllu þessu fólki!?

Hef ekki tölu á því hversu oft ég hef reynt að setjast fyrir framan skjáinn undanfarna daga, koma einhverju niður. Reyna að greiða úr þessari flækju þarna uppi. Einhverra hluta vegna stoppa ég alltaf... ég veit alveg afhverju. 

Þið ættuð eiginlega að sjá mig núna, ég held ég yrði gott og ábyggilega mjög ,,skemmtilegt" rannsóknarefni í eigindlegar rannsóknir fyrir mannfræðinga. (Geri ráð fyrir því að það þurfi ekki mikið til að skemmta því fólki) Ég er ekki frá því að þeir myndu fá mikið útúr því að fylgjast með mér eins og í einn dag, skoða athafnir og viðbrögð og skapferli þessa nýju tegundar ,,mann"fólks. Hér sit ég á náttbuxum og í bleikri peysu, get ekki útskýrt hvað átti sér stað í kollinum á mér við kaup hennar, ekki beint þessi bleika týpa. Ég geng um tóma íbúðina eins og ég eigi lífið að leysa, nei ég er ekki að taka til. Ég er ekki að ná í nokkurn skapaðann hlut , ekki að athuga nokkuð, flýta mér eða bíða eftir neinu. Ég er bara að labba... Einstaka sinnum læðist fram bros en inná milli rennur tár, bara eitt lítið tár. Ég græt ekki, þetta er ekki gleðitár...... Get ekki útskýrt. 

Ótrúlegt hvernig þetta er með mig, um leið og læðist einhver lognmolla yfir líf mitt, já eða bara daginn minn verð ég ómöguleg. Þetta er ekkert nýtt, svona hef ég alltaf verið. Ef ég var ekki á ballettæfingum, var ég í handbolta. Einhvertímann datt mér í hug að læra á píanó, Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það fór, ekki til músik í mínum kropp. Þess á milli stofnaði ég leynifélög, njósnarasamtök, hlaupaklúbba, dýrakirkjugarða, samdi Grease dansa, bjó til leikrit og svona get ég endalaust haldið áfram. Aldrei gat ég verið ein inní mínu herbergi að dunda mér, foreldrum mínum til mikillar armæðu. Ef enginn var að leika við (sem var mjög sjaldan) þurfti móðir mín góð að fylla í skarðið. Ef hún var ekki í hlutverki ömmunnar, sem við Stína dúkka (mikið er hef ég verið frumleg) heimsóttum í gríð og erg, var gamlan dregin í sundlaugar borgarinnar þá helst árbæjar eða laugardalslaug þar sem pabba var keyrt út í eeeendalausum rennibrautaferðum. Ég man varla eftir mér inni, flestar mínar æskuminningar eiga sér stað út í garði eða á nýja-róló. Þegar ringdi var drullumallað, í snjónum kepptust við að klæða okkur sem mest því auðvitað átti að búa til flottasta snjókall sem nokkurn tímann hafði litið dagsins ljós eða stærsta snjóhús bæjarins. í þau svo fáu skipti sem sólin lét sjá sig fengu spjarirnar að fjúka og það var sko hlaupið.......

Og svona er ég enn, vonandi örlítið þroskaðri samt:) Og þar sem það fittar ekki alveg inní normið og líklega litið hornauga á það að ég 21 árs dama færi út að leika mér í eina krónu eða hjóla um hverfið og syngja hástöfum með minni undurfögru söngrödd ,,ekki baun baun í bala". Já og bara enginn til að leika við. Er ég nokkurnveginn dæmd til að finna mér aðrar leiðir til að fá útrás. Ég er svo heppinn að vinna þannig vinnu að stórum af orkunni get ég hleypt út þar. Frímínútur, leikfimistímar, tröppuleikir og skólasund með öllum celebunum sem ég er að vinna meðCool  Ekki ónýtt það! Afgangsorkan sem ég á svo eftir eftir 12 tíma vinnudag klárast í classanum útá nesi.  

Veit ekki alveg í hvaða bjartsýniskasti ég var, hérna fyrr í haust þegar ég var að skipuleggja haustið mitt og ákvað að vera í FRÍI um helgar!! Hvað í and.... á ég að gera við tvo heila daga?? (nei ég er bara ekki að grínast) Ég kem engu í verk, það versta fyrir fólk eins og mig sem þjáist af frestunarveikinni er frítími. Ég er klárlega best undir mikilli pressu. 

Tilfinning dagsins í dag er einmannaleiki, ég skil ekki einu sinni sjálf hvernig ég get verið einmanna. Ég er alla daga og alltaf umkringd fólki. 

 Jæja ætla að koma einhverju í verk svona áður en það fer að dimma aftur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja það koma að því :) var orðin nokkuð þreytt á þessu rosa hamingju bloggi hér að framan! Það verða auðvitað allir einmanna stundum, en þá er bara spurning um að skella sér í sund, heimsækja ömmu eða bara rifja upp leikinn með stínu dúkku (bæþe vei, mínar hétu nú gáfulegri nöfnum eins og daðey og Sirrý)!

Annars ertu alltaf velkomin í geðveikina hérna - er ekki frá því en þú hafir smitað strákrassinn af þessari ofvirkini þinni!!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband