Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Föstudagsþvæla.....

 Veit ekki alveg afhverju ég er að skrifa hérna núna, hef svo sem ekkert merkilegt að segja. Kannski helst það að:

Lífið hreinlega leikur við mig þessa dagana og mánuði, og það er alveg hreint MÖGNUÐ tilfinning.

Það er einhvernveginn ekkert sem heldur aftan að mér, ekkert sem ekki er að ganga upp og ekkert sem ekki er hægt að gleðjast yfir:) Í sannleika sagt er það sjaldan sem ég upplifi annað eins frelsi.

Ég er byrjuð í ræktinni af fullum hug og þar er sko ekkert lítið tekið á, endorfínið alveg á fljúgandi. 5 kg af fyrir 1. Okt, hér með segi ég það og skrifa. Fór í þennan svona líka spinning tíma í gær kræst, þetta var svo gaman. Og svo langt fram yfir líkamlega getu, var e-ð allt annað sem hélt manni gangand. Kannski heiti þjálfarinn hafi e-ð haft um það að segja:) Eigum við að ræða hann e-ð, brosandi hringinn allan tímann, með þessa svona líka sætu bumbuW00tBlush

Hvíld í kvöld, útað borða með Miami skvísum og svo snemma að sofa. Langar að taka þetta á góðum tíma á morgun.

 Verð svo á gráu þrumunni annað kvöld, enginn bjór fyrir mig! Tek að mér að keyra fulla vitleysinga fram á nóttTounge

Eigið góða helgi!

 


Ég er bara svo mikið hamingjusöm.....

Og það ekkert lítið.

Þetta er einn af þeim dögum sem fær mig til að skilja afhverju við erum hérna á þessari jörð, þetta er sama tilfinning og ég fæ þegar ég er stödd í útlöndum, annað hvort í einhverri gullfallegri borg, (og þær eru sko ekki fáar sem ég hef heimsótt, Barcelona, London, Kaupmannahöfn, Uppsala, Oslo, Strassburg, Vín, New York, París, Mílano, Lissabon váá talandi um heimsborgara:)) eða vakna uppá Miami og það fyrsta sem maður sér er south beach sól gleði og glamúr framundan, ég fæ þessa tilfinningu líka þegar ég er útí landi, ekkert lítið fallegt land sem við eigum, Uppá fjöllum hvort sem það er gangandi, skíðandi á bretti eða á sleða. Þegar ég fæ knús eða koss frá þeim sem mér þykir vænt um, á sumrin þegar sólin skín með öllu sem henni fylgir, sundi, bæjarferðum og sólböðum. Þegar ég eyði kvöldinu með stráknum sem ég er skotin í yfir einhverri mynd sem ég veit ekkert hvað er um því ég er svo upptekin að einhverju allt öðruInLove og svo mætti lengi telja....

Þessi óhemju mikla hamingja stafar ekki að því að það er mánudagur og heil vinnuvika eftir hér á skattinum, góð ágiskun samt sem áðurTounge

Það virðist bara allt vera að ganga upp hjá mér þennan gráa en frábæra mánudag, í morgun er ég búin að:

- Vinna á skattstofunni (sem er afrek útaf fyrir sig)

- Kaupa mér miða til DK þann 26. ágúst næstkomandi, þar ætla ég að vera í viku, framlenga sumrinu mínu, vondandi. Fara í tívoli, ganga á strikinu, Versla frá mér allt vit og njóta dönskunnar:)

- Koma mér inní einkaþjálfaraskólann, með því að hringja hvippinn og hvappinn, senda e-mail og ganga á eftir umsókninni.

- Fara og panta Cintamani vestið sem ég er búin að horfa í fjarska núna í rúmt ár og aldrei leyft mér að kaupa, sökum fátæktar.

- Redda mér vinnu í Öskjuhlíðarskóla í vetur í 5 mín samtali:) horfi brosandi fram í veturinn sem var án efa farinn að vefjast örlítið fyrir mér, enda er ég ekki mikil myrkur manneskja og vil helst hafa sumar allan ársins hring. Ég átti erfitt með að sja fram á það að vera á skattinum í ALLAN vetur, það hefði ekki verið til að bæta mitt geð. ( Þó svo að fólkið sem ég er að vinna með hér sé ekkert nema frábært) En tilhugsunin um að eyða haustinu með ungunum mínum toppar allt.

- Á sömu mínútu og ég var að tala við Skólastjórann fékk símtal frá mömmu eins uppáhalds úr Lauglandi og var hún að bjóða mér vinnu með orminn sinn í vetur:) Atvinnulaus verð ég allaveganna ekki. Svo eru það sambýlin mín sem ég er ekki tilbúin að klippa á strenginn hjá!

- Bloggaði 2svar í dag, fátt sem róar mig meira en að koma hugsunum á blað, svo það er annað hér fyrir neðan:)

Já það er sko hægt að vera hamingjusamur á mánudegi hjá skattinum:) Nú vantar mig ekkert nema einn já eða tvo unaðsmenn sem nenna að hanga með mér svona annað hvert kvöld í vetur má meira að segja vera 3ja hvert:) til að detta í spún og hver veit nema að rúlla í sleik!

Eigið góða viku

Ragnhildur

 


Það er svo undarlegt með unga menn.....

Hvernig er þetta, þarf bara að koma haust strax eftir verslunarmannahelgi??

Guð sé lof að ég ætli að rúlla yfir til Danmerkur næstkomandi Þriðjudag. Ég get glatt ykkur með því að samkvæmt veðurstofu Ragettu er spáð sól og sumri allan tímann, ekki slæmt það:)

Plön helgarinnar fóru e-ð fyir ofan garð og neðan, hef það sterklega á tilfinningunni að hópþrýstingur hafi e-ð haft með það að gera. Lét það þó ekki stoppa mig að mæta í ræktina föstudaginn og tók svona allsvaðalega á því, við erum að tala um það að ég er ennþá með strengi. Ekkert nema gott mál! Mætti svo galvösk með Ragettuvodkadreitil í einni og bíllykilinn í hinni í partý til næstleiðinlegasta mannsins á eyjunni, og úr urðu þessi svona líka innri átök. Ég ákvað að gefa bakkusi eftir. Hljóp langleiðina úr breiðholti niður í bæ með Einsa Gunn í eftirdragi, maraþon hvað?

Þynkunni var svo eytt niður í KR-heimili, þar sem gömlu flíkurnar okkar Ragnheiðar runnu út eins og heitar lummur, seldum fyrir 60 þús krónur:) ég kvarta ekki, fataskáparnir fullir af fötum sem ég actually NOTA og fullt af pening til að eyða í ný föt. Fengum okkar 15 mín já eða sec af frægð í kvöldfréttum á rúv. Toppaðu það!

Um kvöldið lá svo leið mín í pottapartý í Beverly Hills hverfið í hfj þar sem Thelma mín hélt uppá 22 ára afmælið sitt. Þegar þangað var komið hófst þessi svona líka innri barátta á ný en viti menn bíllykilinn sat uppi sem sigurvegari þetta skiptið. Þvílík hamingja að vakna í gærmorgun.

Svona verður þetta næstu vikur og vonandi mánuði, því nú ætla ég að leggja djammið til hliðar og fara að einbeita mér að öðrum hlutum. Í dag ætla ég nefnilega að borga staðfestingargjald í einkaþjálfaraskólann:):) Pantaði mér tíma í fitumælingu W00tá þriðjudaginn og nú verður allt mælt, skoðað, vigtað og skráð hátt og lágt! Og það verður sko tekið á því, ég óska því ennþá eftir ræktarfélaga og verður sá hinn sami að vera tilbúinn að taka vel á því:)

Kannski maður ætti að fara að vinna?

 

 


Ég geri þetta þá bara sjálf!:(

Skellti mér niður í Nauthólsvík í gær, ekki það að það séu fréttir fyrir nokkurn mann. Svona kannski því að það er alveg í hundraðasta og sjöunda skiptið þetta sumarið!

En öllu slæmu fylgir e-ð gott, kannski öfugt í mínu tilfelli. Þar sem ferð í nauthólsvík kallar á það að ÉG Ragnhildur er ein með sjálfri mér, sem er aldrei hollt. Ef ég ætti ekki i-podinn minn að væri ég líklega búin að skjóta mig í hausinn, svona helvíti leiðinleg get ég verið. Þó svo að ég sé náttúrulega æðisleg:)

Var komin með þessa fínu færslu í höfðinu á mér sem beið þess að verða rituð niður, svart á hvítu!

E-ð tengjast þær pælingar sem þar áttu að koma fram því sem rætt var um við matarborðið yfir grillaða laxinum hans pabba, unaður! Haldiði ekki að mútta tútta hafi byrjað að blaðra um barneignir og hvernig foreldum verðum um þegar þau komast að því að það verða kannski enginn barnabörn. Að hverjum ætli þessar hríðskotaárásir hafi nú átt að vera beint að?? ég skal gefa ykkur hint, ég er einkabarn!

Ég er að hugsa um að hætta við færsluna. Kannski að ég hleypi henni út þegar ég er alveg að springa.

 


Mánudagsveikin

Eigum við að ræða það e-ð hvað það var erfitt að vakna í morgun?

En svona í ljósi þess hversu einstaklega morgunhress ég er, var það fyrsta sem ég gerði eftir að ég var búin að hjóla í vinnunni á sirka milljón km hraða (haha með lappirnar á yfirsnúning, ég er of töff) að skrá mig í Maraþonið sem ég gæti ekki hlaupið núna þó það væri til að bjarga lífi mínu og minna. Ég skammast mín nú ekkert lítið þegar ég segist hafa beilað á hálf-maraþoninu sem ég var búin að blaðra um á loud speaker um allar trissur, og læt 10 km næga, bjór er þá ekki leiðin til að komast í form eftir allt saman. Og ég held að bumban mín sé ekkert að mótmæla því:)

Þegar maður svo skráir sig getur maður valið um að styrkja góðgerðasamtök, en til þess þarf maður að safna áheitum og hér með óska ég eftir þeim:) Ég veit ekki alveg hvernig maður á eiginlega að geta valið úr rúmlega 20 samtökum með góðri samvisku, minnir svolítið á þegar ég er að velja mér framtíðarplön alltof mikið í boði og þegar maður velur eitt verður maður víst að hafna öllu hinu, svekk! Þarna var hægt að velja úr Styrktarfélagi Lamaðra og Fatlaðra sem ég er búin að vera að vinna samviskusamlega fyrir síðastliðin 3 ár svo ég var fljót að strika yfir það, ekki það að það vanti ekki peningana þangað! ADHD samtökin ,,heilluðu" en ég ákvað að taka Forma félag átröskunarsjúklinga, svona því ég þekki það.

Og svona fyrst að ég er byrjuð að blaðra þá er gaman að segja frá því að ég er búin að skrá mig í einkaþjálfara skóla í vetur, (nei það er sko ekki í staðin fyrir háskóla) það er bara einn hængur á að aðeins 20 nemendur eru teknir inn hverja önn, með fullri virðingu fyrir þessari stétt, eða allaveganna pinku virðingu:) hvaða inntökuskilyrði geta þeir eiginlega sett? Þeir sem geta gert flestar armbeyjur á sem styðstum tíma? nei ég bara spyr!

Svo legg ég líka til að þegar álagningarseðlarnir eru sendir heim til fólks, verði sendar eins og ein til tvær gleðipillur með, svona sem liðið getur gleypt rétt áður en það kemur hingað og gerir mér lífið leitt! Meira hvað fólk getur talað með rassgatinu. Munið ekki þegar við fengum alltaf svona flúortöflur í skólanum til að prófa með tannburstakennslunni!, það væri hægt að setja þetta undir sama hatt! Hér með skora ég á fjármála- félags og heilbrigðisráðherra að taka þetta til skoðunar. Klárlega brýnt málefni!

Ég er hætt í bili, en kvíðið engu ég kem fljótt aftur, ég er nefnilega komin niður á skatt:)

Svo er pæling að kíkja á svalbarða í haust, þar sem hlutirnir gerast:) http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/08/11/skaut_isbjorn_i_sjalfsvorn/

Er svo einhver geim í danska daga um helgina?


Maraþon?

Ragetta er sko komin í átak!! Byrjum í 10 km í maraþoninu, (skammarlegt, hvenær ætla ég þessa 21?)

Þó svo að ég sé með Ragettu í afturendanum og lítið sem ekkert setið á honum er það ekki nóg, Ég þrái það svo að fara að hreyfa mig markvisst eftir þetta sull sumar, sem er annars búið að vera frábært, slagar hátt uppí sumrin í sveitinni:)

Hlaupa, hoppa, hjóla, skauta, hæka, synda og lyfta frá mér allt vit, finna svo þreytuna líða eftir vöðvunum, endorfínið sveima um útlimi og uppí heila.

World class verður mitt annað heimili í vetur, ég skal sko finna rúsínuna undir þessum kinnum:) Svo einhverstaðar á ég magavöðva, þeir eru rosalega sætir bara pinku feimnir og eru að fela sig, en ég skal taka þá í hugræna atferlismeðferð ásamt handleggjunum:)

Óska eftir ræktarfélaga, já í svona milljónasta skipti!

Skiljið svo eftir spor á sætu litlu síðunni minni:)


Nei hæ þú hér?

Jæja þá er ég komin með enn eitt bloggið! það gamla hætti að virka, enda var það löngu dautt!

 Hérna kem ég til með að rita niður e-ð af mínum fjölmörgu pælingum svona ef ég næ að raða þeim niður í hausnum á mér fyrst, meiri kaósin þarna inni:) Hjálpar mér oft að koma reglu á þetta allt saman ef ég skrifa.

Haldiði ekki að Ragetta sé komin með enn eitt planið:) Sjáum hvort það endist út vikuna.

Þannig er mál með vexti að hún mamma mín ákvað að stinga okkur pabba af, kellingin ákvað bara að fara til Danmerkur í skóla sí svona.

Hver á þá að elda?

Ótrúlegt hvað mér þykir auðvelt að stinga af aftur og aftur án þess að finna fyrir heimþrá eða söknuði en þegar sú gamla fer þá magnast upp einhver tómleika tilfinning í mér! Vegna þessa smástelpustæla í mér og auðvitað ódýrar ferðar til Dk hef ég ákveðið að fylgja mömmu út og ætlum við að spóka okkur um í köben og hafa það kosy saman, einnig er ég að gæla við þá hugmynd að fljúga frá Dk til SVALBARÐA þar sem hún Anna Stella mín stundar nám þessa haustönn, já hún er sko eðalnörd:) Svo er ég búin að sækja um á 2 mánaða spænsku námskeið sem ég hef hugsað mér að sækja í haust, svona til að stytta mér stundir og virkja hausinn:)

Eftir áramót ætla ég svo að mæta spræk í Háskóla Íslands þar sem ég mun REYNA að sitja á skólabekk og lesa ferðamálafræði.... jájá svona er ísland í dag:)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband