Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hvernig er hægt........

Að vera svona einmanna umkringd öllu þessu fólki!?

Hef ekki tölu á því hversu oft ég hef reynt að setjast fyrir framan skjáinn undanfarna daga, koma einhverju niður. Reyna að greiða úr þessari flækju þarna uppi. Einhverra hluta vegna stoppa ég alltaf... ég veit alveg afhverju. 

Þið ættuð eiginlega að sjá mig núna, ég held ég yrði gott og ábyggilega mjög ,,skemmtilegt" rannsóknarefni í eigindlegar rannsóknir fyrir mannfræðinga. (Geri ráð fyrir því að það þurfi ekki mikið til að skemmta því fólki) Ég er ekki frá því að þeir myndu fá mikið útúr því að fylgjast með mér eins og í einn dag, skoða athafnir og viðbrögð og skapferli þessa nýju tegundar ,,mann"fólks. Hér sit ég á náttbuxum og í bleikri peysu, get ekki útskýrt hvað átti sér stað í kollinum á mér við kaup hennar, ekki beint þessi bleika týpa. Ég geng um tóma íbúðina eins og ég eigi lífið að leysa, nei ég er ekki að taka til. Ég er ekki að ná í nokkurn skapaðann hlut , ekki að athuga nokkuð, flýta mér eða bíða eftir neinu. Ég er bara að labba... Einstaka sinnum læðist fram bros en inná milli rennur tár, bara eitt lítið tár. Ég græt ekki, þetta er ekki gleðitár...... Get ekki útskýrt. 

Ótrúlegt hvernig þetta er með mig, um leið og læðist einhver lognmolla yfir líf mitt, já eða bara daginn minn verð ég ómöguleg. Þetta er ekkert nýtt, svona hef ég alltaf verið. Ef ég var ekki á ballettæfingum, var ég í handbolta. Einhvertímann datt mér í hug að læra á píanó, Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það fór, ekki til músik í mínum kropp. Þess á milli stofnaði ég leynifélög, njósnarasamtök, hlaupaklúbba, dýrakirkjugarða, samdi Grease dansa, bjó til leikrit og svona get ég endalaust haldið áfram. Aldrei gat ég verið ein inní mínu herbergi að dunda mér, foreldrum mínum til mikillar armæðu. Ef enginn var að leika við (sem var mjög sjaldan) þurfti móðir mín góð að fylla í skarðið. Ef hún var ekki í hlutverki ömmunnar, sem við Stína dúkka (mikið er hef ég verið frumleg) heimsóttum í gríð og erg, var gamlan dregin í sundlaugar borgarinnar þá helst árbæjar eða laugardalslaug þar sem pabba var keyrt út í eeeendalausum rennibrautaferðum. Ég man varla eftir mér inni, flestar mínar æskuminningar eiga sér stað út í garði eða á nýja-róló. Þegar ringdi var drullumallað, í snjónum kepptust við að klæða okkur sem mest því auðvitað átti að búa til flottasta snjókall sem nokkurn tímann hafði litið dagsins ljós eða stærsta snjóhús bæjarins. í þau svo fáu skipti sem sólin lét sjá sig fengu spjarirnar að fjúka og það var sko hlaupið.......

Og svona er ég enn, vonandi örlítið þroskaðri samt:) Og þar sem það fittar ekki alveg inní normið og líklega litið hornauga á það að ég 21 árs dama færi út að leika mér í eina krónu eða hjóla um hverfið og syngja hástöfum með minni undurfögru söngrödd ,,ekki baun baun í bala". Já og bara enginn til að leika við. Er ég nokkurnveginn dæmd til að finna mér aðrar leiðir til að fá útrás. Ég er svo heppinn að vinna þannig vinnu að stórum af orkunni get ég hleypt út þar. Frímínútur, leikfimistímar, tröppuleikir og skólasund með öllum celebunum sem ég er að vinna meðCool  Ekki ónýtt það! Afgangsorkan sem ég á svo eftir eftir 12 tíma vinnudag klárast í classanum útá nesi.  

Veit ekki alveg í hvaða bjartsýniskasti ég var, hérna fyrr í haust þegar ég var að skipuleggja haustið mitt og ákvað að vera í FRÍI um helgar!! Hvað í and.... á ég að gera við tvo heila daga?? (nei ég er bara ekki að grínast) Ég kem engu í verk, það versta fyrir fólk eins og mig sem þjáist af frestunarveikinni er frítími. Ég er klárlega best undir mikilli pressu. 

Tilfinning dagsins í dag er einmannaleiki, ég skil ekki einu sinni sjálf hvernig ég get verið einmanna. Ég er alla daga og alltaf umkringd fólki. 

 Jæja ætla að koma einhverju í verk svona áður en það fer að dimma aftur.  


One life, live it!

Ég skal sko segja ykkar það......

Þetta sumar ,,mitt" ætlar engan endi að taka, ég veit bara ekki hvort að nokkurt orð sé nógu sterkt til að lýsa þessari endalausu gleði sem síðustu mánuðir já og allt árið hefur gefið mér. Þakklát er ég alligevel.

Miðað við rigninguna sem hefur dunið á okkur borgarbúa og líklega alla landsmenn þessa vikuna, býst ég við að við séum að rúlla inní haustið með öllu sem því fylgir. Nýliðin helgi er því hinn fullkomni endahnútur á sumrinu endalausa.

Fjörið byrjaði strax í krónunni í mosó, þar sem Sigurgeir, Ingibjörg, Thelma og auðvitað ég, létum eins og enginn væri morgundagurinn og við á leið í sumarbústað til þess eins að éta. Til allrar hamingju leit hann Jón Þór við eftir aðeins klukkustundar líkamsþvott (það skal enginn segja mér að ég sé lengi í sturtu, maðurinn ekki einu sinni með hár), og reif allt steini léttara uppúr körfunni, grillmaster var ekki langt undan og laumaði hann hinu og þessu tilbaka í körfuna þegar Jón litli sá ekki til. Áður en langt um leið vorum við orðin 9 að reyna að versla fyrir einn sólarhring, þið getið ímyndað ykkur hvernig það gekk. Jón Þór minnti okkur rækilega á afhverju hann fékk viðurnefnið næst-leiðinlegasti maðurinn á eyjunni og verður það áfram þannig um óakveðinn tíma. En hann fær þó prik frá okkur stúlkum enda okkar að borga matinn:)

Eftir að geltirnir höfðu gúffað í sig kjúkling kenndan við kenny, rúlluðum við af stað, 3 stúlkur og 6 unaðsmenn, eru þið að tékka á líkunum að detta í spún?? upp í Skorradalinn fagra, þar sem ýmislegt mis-nethæft átti sér stað

Þegar á leiðarenda var komið leið ekki á löngu þar til allir voru komnir í gallann og tilbúnir í fjörið. Seadoo rifið af stað fyllt af bensíni og útí vatn. Þarf ég e-ð að segja ykkur hversu skemmtilegt þetta var? sjóskíðin, brettið og slangan tekin fram, svo það var nóg að gera fyrir alla. Á milli ferða var hægt að treysta á Harald anton til að halda á manni hita eða halda uppi fjörinu á bryggjunni, Hasselhoff hvað?

Hasselhoff hvað?

   Einar greyið náði að slasa sig í fyrri hálfleik, ekki skrýtið miðað við flugið sem maðurinn tók. Sumir flugu útí öðrum var hent og restin ákvað að hoppa sjálf útí. Aðalsportið var að reyna að henda þeim sem var aftan á af, get nú ekki sagt að það hafi gengið illa:) Svo allir fengu sinn skerf af vatni.

P9060029

Að vera bráðgreind kom mér sko aldeilis að góðum notum, eftir að flestum var orðið kalt og mestu aumingjarnir komnir í pottinn stóð Ragetta enn á bryggjunni ásamt hinum þrjósku og gáfuðu,sem þýddi það að við gátum leikið okkur endalaust áfram án þess að nokkur maður væri að bíða eftir að vera næstur, þónokkrar aukamínútur þar:) Ég náði að fljúga á hausinn, puttabraut mig og bakaði þetta dýrindissár á hnéð á mér ásamt einstaka marblettum hér og þar um ALLAN líkama, hvernig fer ég alltaf að þessu? Til gamans má geta að ekkert áfengi kom til sögu við þessar aðfarir mínar.

Þegar allir höfðu náð líkamshitanum yfir frostmark og sötrað nokkra kalda var farið að huga að kvöldmat. Einar setti sig í stellingar, en var fljótt rekinn í sófann með kælipoka og hátt undir fæti, enda stórslasaður drengurinn. Daníel setti upp svuntuna og fór í líki grillmasters, Ragetta réðst á grænmetið og kappepplurnar og áður en við vissum af var þetta dýrindis læri framreitt með öllu tilheyrandi, og rann þetta ljúflega niður kverka þreyttra vatnakappa. Þegar hér er komið við sögu var Flosrún nokkur nýlent og vorum við þá öll unaðseyjapeyjar mætt á svæðiðTounge

Kvöldið leið svo eins og vera ber í alvöru bústaðaferðum, allir rúllandi fullir og kolbrjálaðir af áfengisvímu, syngjandi, dansandi og buslandi vitleysingar.

Þegar fólk hafði andast úr þynnku í þónokkurn tíma, við Ingibjörg startað leiknum ,,bannað að sofa , allir að vera með" við misgóðar undirtektir leikmanna lá leið okkar útá vatn á ný, enn og aftur komu gáfur mínar mér til góðs, ein af fáum sem fór í þurran galla, sem þýddi mun meira úthald á bryggjunni góðu enda Kári kallinn kominn í heimsókn ekki lítil læti í honum. Öldugangurinn á vatninu skemmdi svo ekki fyrir stemmningunni og sjiiiiii hvað var gaman. Eftir að þunnu og blautu vitleysingarnir voru farnir inn að andast héldum við 4 áfram fjörinu og var látunum ekki linnt fyrr en Seadoo var orðinn bensínlaus og vildi fara að hvíla sig. Guðmundur reyndi af öllum lífs og sálarkröftum að henda Ragettunni af og stóð Sigurgeir spenntur á bryggjunni og fylgdist með aðförum hans og litla apans sem hékk aftan á. Já ég sat sem fastast Þegar Guðmundur sá loksins að þetta var ekkert að takast hjá honum ákváðum við að fara að ráðast á öldurnar og það var sko stokkið hoppað hlegið og gleypt vatn, inní öll göt. Svínið hoppaði svo og skoppaði þarna í kringum okkur, þetta er einmitt ein af þeim stundum sem ég skil afhverju við erum hérna Lifi sko lengi á þessu.

Eftir að Keikó og litli vinur hans voru orðnir bensínlausir og tærnar á mér löngu orðnar ónæmar fyrir kulda, gengum við frá tryllitækjunum. Brunuðum uppí hús og elduðum síðbúinn brunch fyrir liðið. Ég við eldavélina að steikja beikon og Geirinn úti við grillið að massa pylsur.

Takk fyrir yndislega helgi:) Skora á liðið sem var með myndavélar að henda myndunum inná netið, mínar eru komnar á mittpláss;)


Inní Mér Syngur Vitleysingur.......

P8280010

Nei stelpur, ég ræð ekki við mig! Hvað er með allan þennan sjarma? Hvernig er hægt að vera brosandi hringinn heilan spinning tímal Hann má sko alveg kenna mér í skólanum í veturTounge Byrjar maðurinn svo ekki tímann á uppáhaldslaginu mínu, ég gat sýnt öllum hvernig mér var innanbrjóst hahahahah 

Já Ragetta litla er fundinn, sá hana á vappinu uppí Öskjuhlíðarskóla mikið var ég glöð að finna hana:) Ég sem hélt ég hefði skilið hana eftir i den dejlige Danmark.

Nýja vinnan!! vá hvar á ég að byrja?  Í dag er ég búin að fara í matreiðslu, þar lærði ég að búa til ávaxtasúrmjólk með músli. Já það þurfa sko allir að kunna. Sérstaklega móðurlausir gemlingar eins og ég. Eftir dýrindis morgunverð lá leið okkar í íþróttahúsið þar sem við fórum í bandý og ég sýndi einstaka hæfileika, enda ekki við öðru að búast:) Enn eitt dæmi afhverju ég á ekki að vera í kjól. Því næst frímínútur, lestur og stærðfræði og svo þessi yndislegi göngutúr í góða veðrinu. En allt þetta væri nú ekki merkilegt nema vegna þess að ég er svo heppin að fá að upplifa þetta allt með gemlingunum ,,mínum"Grin

Búin að skila mömmu gömlu yfir í hendur síflullra og keðjureykjandi dananna, þar sem sólin skín enn og sumarið ætlar að halda áfram útí það endalausa. Get nú ekki kvartað að hafa fengið eins og viku framlenginu af frábæru sumri, ætla nú heldur ekki að fara að kvarta yfir því það hafi aðeins léttst í pyngjunni og á móti bæst ,,örlítið" við í fataskápinn.

p8280265

 Og fyrst að við erum byrjuð... þá væri nú hálf hallærislegt að fara að kvarta yfir því að hafa setið á Nyhavn með íískaldann fadöl með gömlunni, borða dýrindismat í öll mál, sofa út. Fá sér alvöru kokteil á Mexibar jammmmí! Rölta um á strikinu, sjá amalíuborg og ekki má gleyma litlu Havfru-inni. Klárlega eitt að því merkilegasta sem ég gerði í þessari ferð:) hvað er málið með hana greyið? Mér finnst nú heldur ekki slæmt að hafa rifjað upp gömul kynni við dönskuna góðu, kom sjálfri mér og öðrum á óvart hversu flyvende ég er í henni. Hitt þá Morten og Sören alveg mestustu dúllur kaupmannahafnar. Klúðraði tækifæri mínu algjörlega að upplifa sólstrandarstemmara í dk. Að ógleymdum skíðakennurunum, hvaða dönum dettur í hug að gerast skíðakennarar?? nei bara svona pæla..... 

p8290275

Náði að bulla endaust í þeim hversu mikil snilld væri að skíða í bláfjöllum (mennirnir að kenna í bæði svissnesku, ítölsku og frönsku ölpunum) en það er nú bara prump miðað við ísland! Afhverju þetta land heiti nú ÍSland nema bara vegna þess að við erum ALLTAF í kafi í snjó:)  hehe kannski maður rekist á þá á brettinu í vetur! 

p8290268

 

Að krassa í stofunni hjá Hjalta og Völu var nú ekki svo slæmt heldur, enda tóku þau konunglega á móti mér, nema hvað? LoL

Mömmu gömlu er sárt saknað enda sú besta. Ótrúlegt hvað ég er lítil og meir móðurlaus ungi. Stelpan sem aldrei fær heimþrá. Gisti útum allar trissur á mínu yngri árum, ekki með miklar áhyggjur af mömmu, Sú sama og pantaði sér auglýsingu í bændablaðinu 11 ára gömul og var komin austur í breiðdal nokkrum vikum seinna. Bjó í norgegi eitt sumar 14 ára. Ákvað að flytja til danmerkur 17 ára gömul.

En þegar mamma stingur af úr hreiðrinu........ Ég skil þetta ekki 

P8290012

 

 

 

 

 

 

P8270008

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband