Það er svo undarlegt með unga menn.....

Hvernig er þetta, þarf bara að koma haust strax eftir verslunarmannahelgi??

Guð sé lof að ég ætli að rúlla yfir til Danmerkur næstkomandi Þriðjudag. Ég get glatt ykkur með því að samkvæmt veðurstofu Ragettu er spáð sól og sumri allan tímann, ekki slæmt það:)

Plön helgarinnar fóru e-ð fyir ofan garð og neðan, hef það sterklega á tilfinningunni að hópþrýstingur hafi e-ð haft með það að gera. Lét það þó ekki stoppa mig að mæta í ræktina föstudaginn og tók svona allsvaðalega á því, við erum að tala um það að ég er ennþá með strengi. Ekkert nema gott mál! Mætti svo galvösk með Ragettuvodkadreitil í einni og bíllykilinn í hinni í partý til næstleiðinlegasta mannsins á eyjunni, og úr urðu þessi svona líka innri átök. Ég ákvað að gefa bakkusi eftir. Hljóp langleiðina úr breiðholti niður í bæ með Einsa Gunn í eftirdragi, maraþon hvað?

Þynkunni var svo eytt niður í KR-heimili, þar sem gömlu flíkurnar okkar Ragnheiðar runnu út eins og heitar lummur, seldum fyrir 60 þús krónur:) ég kvarta ekki, fataskáparnir fullir af fötum sem ég actually NOTA og fullt af pening til að eyða í ný föt. Fengum okkar 15 mín já eða sec af frægð í kvöldfréttum á rúv. Toppaðu það!

Um kvöldið lá svo leið mín í pottapartý í Beverly Hills hverfið í hfj þar sem Thelma mín hélt uppá 22 ára afmælið sitt. Þegar þangað var komið hófst þessi svona líka innri barátta á ný en viti menn bíllykilinn sat uppi sem sigurvegari þetta skiptið. Þvílík hamingja að vakna í gærmorgun.

Svona verður þetta næstu vikur og vonandi mánuði, því nú ætla ég að leggja djammið til hliðar og fara að einbeita mér að öðrum hlutum. Í dag ætla ég nefnilega að borga staðfestingargjald í einkaþjálfaraskólann:):) Pantaði mér tíma í fitumælingu W00tá þriðjudaginn og nú verður allt mælt, skoðað, vigtað og skráð hátt og lágt! Og það verður sko tekið á því, ég óska því ennþá eftir ræktarfélaga og verður sá hinn sami að vera tilbúinn að taka vel á því:)

Kannski maður ætti að fara að vinna?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er sko ekkert smá ánægð með þig Ragnhildur mín:) að hafa komið með mér í þetta! Við vorum sjúklega flottar í fréttunum :)

Ég er að íhuga það að verða ræktarfélagi þinn - held samt ekki ;)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband