Ég er bara svo mikið hamingjusöm.....

Og það ekkert lítið.

Þetta er einn af þeim dögum sem fær mig til að skilja afhverju við erum hérna á þessari jörð, þetta er sama tilfinning og ég fæ þegar ég er stödd í útlöndum, annað hvort í einhverri gullfallegri borg, (og þær eru sko ekki fáar sem ég hef heimsótt, Barcelona, London, Kaupmannahöfn, Uppsala, Oslo, Strassburg, Vín, New York, París, Mílano, Lissabon váá talandi um heimsborgara:)) eða vakna uppá Miami og það fyrsta sem maður sér er south beach sól gleði og glamúr framundan, ég fæ þessa tilfinningu líka þegar ég er útí landi, ekkert lítið fallegt land sem við eigum, Uppá fjöllum hvort sem það er gangandi, skíðandi á bretti eða á sleða. Þegar ég fæ knús eða koss frá þeim sem mér þykir vænt um, á sumrin þegar sólin skín með öllu sem henni fylgir, sundi, bæjarferðum og sólböðum. Þegar ég eyði kvöldinu með stráknum sem ég er skotin í yfir einhverri mynd sem ég veit ekkert hvað er um því ég er svo upptekin að einhverju allt öðruInLove og svo mætti lengi telja....

Þessi óhemju mikla hamingja stafar ekki að því að það er mánudagur og heil vinnuvika eftir hér á skattinum, góð ágiskun samt sem áðurTounge

Það virðist bara allt vera að ganga upp hjá mér þennan gráa en frábæra mánudag, í morgun er ég búin að:

- Vinna á skattstofunni (sem er afrek útaf fyrir sig)

- Kaupa mér miða til DK þann 26. ágúst næstkomandi, þar ætla ég að vera í viku, framlenga sumrinu mínu, vondandi. Fara í tívoli, ganga á strikinu, Versla frá mér allt vit og njóta dönskunnar:)

- Koma mér inní einkaþjálfaraskólann, með því að hringja hvippinn og hvappinn, senda e-mail og ganga á eftir umsókninni.

- Fara og panta Cintamani vestið sem ég er búin að horfa í fjarska núna í rúmt ár og aldrei leyft mér að kaupa, sökum fátæktar.

- Redda mér vinnu í Öskjuhlíðarskóla í vetur í 5 mín samtali:) horfi brosandi fram í veturinn sem var án efa farinn að vefjast örlítið fyrir mér, enda er ég ekki mikil myrkur manneskja og vil helst hafa sumar allan ársins hring. Ég átti erfitt með að sja fram á það að vera á skattinum í ALLAN vetur, það hefði ekki verið til að bæta mitt geð. ( Þó svo að fólkið sem ég er að vinna með hér sé ekkert nema frábært) En tilhugsunin um að eyða haustinu með ungunum mínum toppar allt.

- Á sömu mínútu og ég var að tala við Skólastjórann fékk símtal frá mömmu eins uppáhalds úr Lauglandi og var hún að bjóða mér vinnu með orminn sinn í vetur:) Atvinnulaus verð ég allaveganna ekki. Svo eru það sambýlin mín sem ég er ekki tilbúin að klippa á strenginn hjá!

- Bloggaði 2svar í dag, fátt sem róar mig meira en að koma hugsunum á blað, svo það er annað hér fyrir neðan:)

Já það er sko hægt að vera hamingjusamur á mánudegi hjá skattinum:) Nú vantar mig ekkert nema einn já eða tvo unaðsmenn sem nenna að hanga með mér svona annað hvert kvöld í vetur má meira að segja vera 3ja hvert:) til að detta í spún og hver veit nema að rúlla í sleik!

Eigið góða viku

Ragnhildur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ unaðurinn minn :) heyrðu ég skal hanga með þér og kannski detta í smá spún, en ég veit ekki með sleikinn ...... hehe tilhamingju með nýju vinnurnar :) heyri í þér sem fyrst. knús frá mér, uppáhalds fuckernum þínum hehe

Ingibjörg (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:56

2 identicon

Ég er mjög svo ánægð með þig! ég veit samt ekkert hvað það er að detta í spún? Þarf eitthvað að ræða þetta við Helga held ég bara.

Annars skal ég hafa augun opin á Akureyri, gá hvort ég sjái ekki eitthvað fallegt kallkyns

Ragnheiður (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 08:59

3 identicon

Ég er líka ótrúlega hamingjusöm með það að þú verðir fyrsti næturgesturinn í minni fallegu íbúð í köbenhavn!!! get ekki beðið eftir því að taka smá verslunarleiðangur! Svo þarftu að hjálpa mér að finna gott hjól :P vúhú

Vala (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:19

4 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Ingibjörg, ég teki þig á orðinu:)  Það var nú ekkert lítið kosy hjá okkur þegar ég settist að hjá þér um jólin, meira svona í vetur!

Ragnheiður, þú færð einn séns því þú ert mamma. Spoon (e.) eða Skeið (ísl.) er komið úr tökuorð úr ensku, líklega á það rætur sínar að rekja frá því að þegar fólk er að kúra eða faðmast lárétt liggur það oft í kuðung sem minnir á skeiðar í skeiðaskúffu. Svo er bara spurning hvort líst þér betur á að vera te- eða matskeiðin? Spurðu samt Helga:) Ég hef einmitt heyrt að Norðlenska kjötið sé meirt og gott, tékkaðu endilega á því! Getur tekið mynd af mér þér og haft í vasanum.

Vala, ég er svooo sátt með að vera að fara til DK ég er komin með fráhvarfseinkenni og fátt sem kætir mig og bætir meira en dönsk tunga. Vísa frænka fær ekkert að kólna þarna úti, gengi spengi sko! ég á líka svo margar vinnur og pláss í fataskápnum mínum:)

Ragnhildur Þóra , 19.8.2008 kl. 10:02

5 identicon

Guuvuð hvað ég er ekki að fatta þetta! þú verður held ég bara að teikna þetta upp fyrir mig!

Stelpur mínar, verð að svekkja ykkur á því að ég er því miður búin að kaupa öll flottu fötin í köpen... leeeiðinlegt! en það voru einhverjar ljótar lufsur í karladeildinni sem þið getið kannski náð ykkur í.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Ragnheiður þú hugsar of mikið!

Ragnhildur Þóra , 20.8.2008 kl. 11:16

7 identicon

þú mátt alltaf setjast upp hjá mér :) við ættum kannski bara að fara að búa saman þá getum við spúnað alltaf saman ;) hehehe þóst vera hollar og fara í ræktina ;) hehe

Ingibjörg (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband