Ég geri þetta þá bara sjálf!:(

Skellti mér niður í Nauthólsvík í gær, ekki það að það séu fréttir fyrir nokkurn mann. Svona kannski því að það er alveg í hundraðasta og sjöunda skiptið þetta sumarið!

En öllu slæmu fylgir e-ð gott, kannski öfugt í mínu tilfelli. Þar sem ferð í nauthólsvík kallar á það að ÉG Ragnhildur er ein með sjálfri mér, sem er aldrei hollt. Ef ég ætti ekki i-podinn minn að væri ég líklega búin að skjóta mig í hausinn, svona helvíti leiðinleg get ég verið. Þó svo að ég sé náttúrulega æðisleg:)

Var komin með þessa fínu færslu í höfðinu á mér sem beið þess að verða rituð niður, svart á hvítu!

E-ð tengjast þær pælingar sem þar áttu að koma fram því sem rætt var um við matarborðið yfir grillaða laxinum hans pabba, unaður! Haldiði ekki að mútta tútta hafi byrjað að blaðra um barneignir og hvernig foreldum verðum um þegar þau komast að því að það verða kannski enginn barnabörn. Að hverjum ætli þessar hríðskotaárásir hafi nú átt að vera beint að?? ég skal gefa ykkur hint, ég er einkabarn!

Ég er að hugsa um að hætta við færsluna. Kannski að ég hleypi henni út þegar ég er alveg að springa.

 


Mánudagsveikin

Eigum við að ræða það e-ð hvað það var erfitt að vakna í morgun?

En svona í ljósi þess hversu einstaklega morgunhress ég er, var það fyrsta sem ég gerði eftir að ég var búin að hjóla í vinnunni á sirka milljón km hraða (haha með lappirnar á yfirsnúning, ég er of töff) að skrá mig í Maraþonið sem ég gæti ekki hlaupið núna þó það væri til að bjarga lífi mínu og minna. Ég skammast mín nú ekkert lítið þegar ég segist hafa beilað á hálf-maraþoninu sem ég var búin að blaðra um á loud speaker um allar trissur, og læt 10 km næga, bjór er þá ekki leiðin til að komast í form eftir allt saman. Og ég held að bumban mín sé ekkert að mótmæla því:)

Þegar maður svo skráir sig getur maður valið um að styrkja góðgerðasamtök, en til þess þarf maður að safna áheitum og hér með óska ég eftir þeim:) Ég veit ekki alveg hvernig maður á eiginlega að geta valið úr rúmlega 20 samtökum með góðri samvisku, minnir svolítið á þegar ég er að velja mér framtíðarplön alltof mikið í boði og þegar maður velur eitt verður maður víst að hafna öllu hinu, svekk! Þarna var hægt að velja úr Styrktarfélagi Lamaðra og Fatlaðra sem ég er búin að vera að vinna samviskusamlega fyrir síðastliðin 3 ár svo ég var fljót að strika yfir það, ekki það að það vanti ekki peningana þangað! ADHD samtökin ,,heilluðu" en ég ákvað að taka Forma félag átröskunarsjúklinga, svona því ég þekki það.

Og svona fyrst að ég er byrjuð að blaðra þá er gaman að segja frá því að ég er búin að skrá mig í einkaþjálfara skóla í vetur, (nei það er sko ekki í staðin fyrir háskóla) það er bara einn hængur á að aðeins 20 nemendur eru teknir inn hverja önn, með fullri virðingu fyrir þessari stétt, eða allaveganna pinku virðingu:) hvaða inntökuskilyrði geta þeir eiginlega sett? Þeir sem geta gert flestar armbeyjur á sem styðstum tíma? nei ég bara spyr!

Svo legg ég líka til að þegar álagningarseðlarnir eru sendir heim til fólks, verði sendar eins og ein til tvær gleðipillur með, svona sem liðið getur gleypt rétt áður en það kemur hingað og gerir mér lífið leitt! Meira hvað fólk getur talað með rassgatinu. Munið ekki þegar við fengum alltaf svona flúortöflur í skólanum til að prófa með tannburstakennslunni!, það væri hægt að setja þetta undir sama hatt! Hér með skora ég á fjármála- félags og heilbrigðisráðherra að taka þetta til skoðunar. Klárlega brýnt málefni!

Ég er hætt í bili, en kvíðið engu ég kem fljótt aftur, ég er nefnilega komin niður á skatt:)

Svo er pæling að kíkja á svalbarða í haust, þar sem hlutirnir gerast:) http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/08/11/skaut_isbjorn_i_sjalfsvorn/

Er svo einhver geim í danska daga um helgina?


Maraþon?

Ragetta er sko komin í átak!! Byrjum í 10 km í maraþoninu, (skammarlegt, hvenær ætla ég þessa 21?)

Þó svo að ég sé með Ragettu í afturendanum og lítið sem ekkert setið á honum er það ekki nóg, Ég þrái það svo að fara að hreyfa mig markvisst eftir þetta sull sumar, sem er annars búið að vera frábært, slagar hátt uppí sumrin í sveitinni:)

Hlaupa, hoppa, hjóla, skauta, hæka, synda og lyfta frá mér allt vit, finna svo þreytuna líða eftir vöðvunum, endorfínið sveima um útlimi og uppí heila.

World class verður mitt annað heimili í vetur, ég skal sko finna rúsínuna undir þessum kinnum:) Svo einhverstaðar á ég magavöðva, þeir eru rosalega sætir bara pinku feimnir og eru að fela sig, en ég skal taka þá í hugræna atferlismeðferð ásamt handleggjunum:)

Óska eftir ræktarfélaga, já í svona milljónasta skipti!

Skiljið svo eftir spor á sætu litlu síðunni minni:)


Nei hæ þú hér?

Jæja þá er ég komin með enn eitt bloggið! það gamla hætti að virka, enda var það löngu dautt!

 Hérna kem ég til með að rita niður e-ð af mínum fjölmörgu pælingum svona ef ég næ að raða þeim niður í hausnum á mér fyrst, meiri kaósin þarna inni:) Hjálpar mér oft að koma reglu á þetta allt saman ef ég skrifa.

Haldiði ekki að Ragetta sé komin með enn eitt planið:) Sjáum hvort það endist út vikuna.

Þannig er mál með vexti að hún mamma mín ákvað að stinga okkur pabba af, kellingin ákvað bara að fara til Danmerkur í skóla sí svona.

Hver á þá að elda?

Ótrúlegt hvað mér þykir auðvelt að stinga af aftur og aftur án þess að finna fyrir heimþrá eða söknuði en þegar sú gamla fer þá magnast upp einhver tómleika tilfinning í mér! Vegna þessa smástelpustæla í mér og auðvitað ódýrar ferðar til Dk hef ég ákveðið að fylgja mömmu út og ætlum við að spóka okkur um í köben og hafa það kosy saman, einnig er ég að gæla við þá hugmynd að fljúga frá Dk til SVALBARÐA þar sem hún Anna Stella mín stundar nám þessa haustönn, já hún er sko eðalnörd:) Svo er ég búin að sækja um á 2 mánaða spænsku námskeið sem ég hef hugsað mér að sækja í haust, svona til að stytta mér stundir og virkja hausinn:)

Eftir áramót ætla ég svo að mæta spræk í Háskóla Íslands þar sem ég mun REYNA að sitja á skólabekk og lesa ferðamálafræði.... jájá svona er ísland í dag:)

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband