Nei hæ þú hér?
8.8.2008 | 13:29
Jæja þá er ég komin með enn eitt bloggið! það gamla hætti að virka, enda var það löngu dautt!
Hérna kem ég til með að rita niður e-ð af mínum fjölmörgu pælingum svona ef ég næ að raða þeim niður í hausnum á mér fyrst, meiri kaósin þarna inni:) Hjálpar mér oft að koma reglu á þetta allt saman ef ég skrifa.
Haldiði ekki að Ragetta sé komin með enn eitt planið:) Sjáum hvort það endist út vikuna.
Þannig er mál með vexti að hún mamma mín ákvað að stinga okkur pabba af, kellingin ákvað bara að fara til Danmerkur í skóla sí svona.
Hver á þá að elda?
Ótrúlegt hvað mér þykir auðvelt að stinga af aftur og aftur án þess að finna fyrir heimþrá eða söknuði en þegar sú gamla fer þá magnast upp einhver tómleika tilfinning í mér! Vegna þessa smástelpustæla í mér og auðvitað ódýrar ferðar til Dk hef ég ákveðið að fylgja mömmu út og ætlum við að spóka okkur um í köben og hafa það kosy saman, einnig er ég að gæla við þá hugmynd að fljúga frá Dk til SVALBARÐA þar sem hún Anna Stella mín stundar nám þessa haustönn, já hún er sko eðalnörd:) Svo er ég búin að sækja um á 2 mánaða spænsku námskeið sem ég hef hugsað mér að sækja í haust, svona til að stytta mér stundir og virkja hausinn:)
Eftir áramót ætla ég svo að mæta spræk í Háskóla Íslands þar sem ég mun REYNA að sitja á skólabekk og lesa ferðamálafræði.... jájá svona er ísland í dag:)
Athugasemdir
Velkomin, þú fallega, gáfaða og fáránlega skemmtilega kona.
Takk fyrir bónorðið og skemmtu þér vel í Köben
Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2008 kl. 15:37
Sælar elsku rúsína, ragetta, rokklingur. Það er alveg yndislegt að sjá að þú sért farin að blogga aftur. Ég vona það innilega að þú kíkir til mín til Svalbarða, það væri sjúklega gaman hjá okkur. Gætum bara verið í því að "hæka" enda fjöll allt í kring og meira að segja mjög stutt í tvo jökla, annan þeirra sé ég út um gluggann minn, Longyearbreen og ég skal passa þig fyrir ísbjörnunum ;)
Anna Stella (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.