Maraþon?

Ragetta er sko komin í átak!! Byrjum í 10 km í maraþoninu, (skammarlegt, hvenær ætla ég þessa 21?)

Þó svo að ég sé með Ragettu í afturendanum og lítið sem ekkert setið á honum er það ekki nóg, Ég þrái það svo að fara að hreyfa mig markvisst eftir þetta sull sumar, sem er annars búið að vera frábært, slagar hátt uppí sumrin í sveitinni:)

Hlaupa, hoppa, hjóla, skauta, hæka, synda og lyfta frá mér allt vit, finna svo þreytuna líða eftir vöðvunum, endorfínið sveima um útlimi og uppí heila.

World class verður mitt annað heimili í vetur, ég skal sko finna rúsínuna undir þessum kinnum:) Svo einhverstaðar á ég magavöðva, þeir eru rosalega sætir bara pinku feimnir og eru að fela sig, en ég skal taka þá í hugræna atferlismeðferð ásamt handleggjunum:)

Óska eftir ræktarfélaga, já í svona milljónasta skipti!

Skiljið svo eftir spor á sætu litlu síðunni minni:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já nei takk, sama og þegið....

Er samt mjög ánægð með að sjá þig blogga aftur þá veit maður hvað er að gerast í þínum sæta gáfaða haus:)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 21:00

2 identicon

blessuð ragetta mín :) veistu við skulum sjá til með ræktarfélaga... býst ekki við því !! en tilhamingju með nýja bloggið !! :) knús og kveðja frá fuckernum

Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:39

3 identicon

Hæj mús, hvar og hvenær æfirðu ? =)

Jóhanna löngugleymda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 01:46

4 Smámynd: Ragnhildur Þóra

World class úta nesi!

Annars er ég opin fyrir flestum stöðvum eða útibúum svo lengi sem ég þurfi ekki að vera ein!

Hvar ert þú að æfa?

Ragnhildur Þóra , 11.8.2008 kl. 08:23

5 identicon

er með kort í world class en bara neeeenni ekki að mæta ein ... fór í laugar 2x á dag þegar ég var að vinna þar og spikið bara flaug af en á nesið eftir að ég hætti ... og aaallt spikið komið aftur =Þ

Jóhanna löngugleymda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Haha þú verður bara að byrja að vinna þar aftur:)

Ragnhildur Þóra , 11.8.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband