Maraþon?
10.8.2008 | 15:35
Ragetta er sko komin í átak!! Byrjum í 10 km í maraþoninu, (skammarlegt, hvenær ætla ég þessa 21?)
Þó svo að ég sé með Ragettu í afturendanum og lítið sem ekkert setið á honum er það ekki nóg, Ég þrái það svo að fara að hreyfa mig markvisst eftir þetta sull sumar, sem er annars búið að vera frábært, slagar hátt uppí sumrin í sveitinni:)
Hlaupa, hoppa, hjóla, skauta, hæka, synda og lyfta frá mér allt vit, finna svo þreytuna líða eftir vöðvunum, endorfínið sveima um útlimi og uppí heila.
World class verður mitt annað heimili í vetur, ég skal sko finna rúsínuna undir þessum kinnum:) Svo einhverstaðar á ég magavöðva, þeir eru rosalega sætir bara pinku feimnir og eru að fela sig, en ég skal taka þá í hugræna atferlismeðferð ásamt handleggjunum:)
Óska eftir ræktarfélaga, já í svona milljónasta skipti!
Skiljið svo eftir spor á sætu litlu síðunni minni:)
Athugasemdir
já nei takk, sama og þegið....
Er samt mjög ánægð með að sjá þig blogga aftur þá veit maður hvað er að gerast í þínum sæta gáfaða haus:)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 21:00
blessuð ragetta mín :) veistu við skulum sjá til með ræktarfélaga... býst ekki við því !! en tilhamingju með nýja bloggið !! :) knús og kveðja frá fuckernum
Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:39
Hæj mús, hvar og hvenær æfirðu ? =)
Jóhanna löngugleymda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 01:46
World class úta nesi!
Annars er ég opin fyrir flestum stöðvum eða útibúum svo lengi sem ég þurfi ekki að vera ein!
Hvar ert þú að æfa?
Ragnhildur Þóra , 11.8.2008 kl. 08:23
er með kort í world class en bara neeeenni ekki að mæta ein ... fór í laugar 2x á dag þegar ég var að vinna þar og spikið bara flaug af en á nesið eftir að ég hætti ... og aaallt spikið komið aftur =Þ
Jóhanna löngugleymda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 12:58
Haha þú verður bara að byrja að vinna þar aftur:)
Ragnhildur Þóra , 11.8.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.