One life, live it!

Ég skal sko segja ykkar það......

Þetta sumar ,,mitt" ætlar engan endi að taka, ég veit bara ekki hvort að nokkurt orð sé nógu sterkt til að lýsa þessari endalausu gleði sem síðustu mánuðir já og allt árið hefur gefið mér. Þakklát er ég alligevel.

Miðað við rigninguna sem hefur dunið á okkur borgarbúa og líklega alla landsmenn þessa vikuna, býst ég við að við séum að rúlla inní haustið með öllu sem því fylgir. Nýliðin helgi er því hinn fullkomni endahnútur á sumrinu endalausa.

Fjörið byrjaði strax í krónunni í mosó, þar sem Sigurgeir, Ingibjörg, Thelma og auðvitað ég, létum eins og enginn væri morgundagurinn og við á leið í sumarbústað til þess eins að éta. Til allrar hamingju leit hann Jón Þór við eftir aðeins klukkustundar líkamsþvott (það skal enginn segja mér að ég sé lengi í sturtu, maðurinn ekki einu sinni með hár), og reif allt steini léttara uppúr körfunni, grillmaster var ekki langt undan og laumaði hann hinu og þessu tilbaka í körfuna þegar Jón litli sá ekki til. Áður en langt um leið vorum við orðin 9 að reyna að versla fyrir einn sólarhring, þið getið ímyndað ykkur hvernig það gekk. Jón Þór minnti okkur rækilega á afhverju hann fékk viðurnefnið næst-leiðinlegasti maðurinn á eyjunni og verður það áfram þannig um óakveðinn tíma. En hann fær þó prik frá okkur stúlkum enda okkar að borga matinn:)

Eftir að geltirnir höfðu gúffað í sig kjúkling kenndan við kenny, rúlluðum við af stað, 3 stúlkur og 6 unaðsmenn, eru þið að tékka á líkunum að detta í spún?? upp í Skorradalinn fagra, þar sem ýmislegt mis-nethæft átti sér stað

Þegar á leiðarenda var komið leið ekki á löngu þar til allir voru komnir í gallann og tilbúnir í fjörið. Seadoo rifið af stað fyllt af bensíni og útí vatn. Þarf ég e-ð að segja ykkur hversu skemmtilegt þetta var? sjóskíðin, brettið og slangan tekin fram, svo það var nóg að gera fyrir alla. Á milli ferða var hægt að treysta á Harald anton til að halda á manni hita eða halda uppi fjörinu á bryggjunni, Hasselhoff hvað?

Hasselhoff hvað?

   Einar greyið náði að slasa sig í fyrri hálfleik, ekki skrýtið miðað við flugið sem maðurinn tók. Sumir flugu útí öðrum var hent og restin ákvað að hoppa sjálf útí. Aðalsportið var að reyna að henda þeim sem var aftan á af, get nú ekki sagt að það hafi gengið illa:) Svo allir fengu sinn skerf af vatni.

P9060029

Að vera bráðgreind kom mér sko aldeilis að góðum notum, eftir að flestum var orðið kalt og mestu aumingjarnir komnir í pottinn stóð Ragetta enn á bryggjunni ásamt hinum þrjósku og gáfuðu,sem þýddi það að við gátum leikið okkur endalaust áfram án þess að nokkur maður væri að bíða eftir að vera næstur, þónokkrar aukamínútur þar:) Ég náði að fljúga á hausinn, puttabraut mig og bakaði þetta dýrindissár á hnéð á mér ásamt einstaka marblettum hér og þar um ALLAN líkama, hvernig fer ég alltaf að þessu? Til gamans má geta að ekkert áfengi kom til sögu við þessar aðfarir mínar.

Þegar allir höfðu náð líkamshitanum yfir frostmark og sötrað nokkra kalda var farið að huga að kvöldmat. Einar setti sig í stellingar, en var fljótt rekinn í sófann með kælipoka og hátt undir fæti, enda stórslasaður drengurinn. Daníel setti upp svuntuna og fór í líki grillmasters, Ragetta réðst á grænmetið og kappepplurnar og áður en við vissum af var þetta dýrindis læri framreitt með öllu tilheyrandi, og rann þetta ljúflega niður kverka þreyttra vatnakappa. Þegar hér er komið við sögu var Flosrún nokkur nýlent og vorum við þá öll unaðseyjapeyjar mætt á svæðiðTounge

Kvöldið leið svo eins og vera ber í alvöru bústaðaferðum, allir rúllandi fullir og kolbrjálaðir af áfengisvímu, syngjandi, dansandi og buslandi vitleysingar.

Þegar fólk hafði andast úr þynnku í þónokkurn tíma, við Ingibjörg startað leiknum ,,bannað að sofa , allir að vera með" við misgóðar undirtektir leikmanna lá leið okkar útá vatn á ný, enn og aftur komu gáfur mínar mér til góðs, ein af fáum sem fór í þurran galla, sem þýddi mun meira úthald á bryggjunni góðu enda Kári kallinn kominn í heimsókn ekki lítil læti í honum. Öldugangurinn á vatninu skemmdi svo ekki fyrir stemmningunni og sjiiiiii hvað var gaman. Eftir að þunnu og blautu vitleysingarnir voru farnir inn að andast héldum við 4 áfram fjörinu og var látunum ekki linnt fyrr en Seadoo var orðinn bensínlaus og vildi fara að hvíla sig. Guðmundur reyndi af öllum lífs og sálarkröftum að henda Ragettunni af og stóð Sigurgeir spenntur á bryggjunni og fylgdist með aðförum hans og litla apans sem hékk aftan á. Já ég sat sem fastast Þegar Guðmundur sá loksins að þetta var ekkert að takast hjá honum ákváðum við að fara að ráðast á öldurnar og það var sko stokkið hoppað hlegið og gleypt vatn, inní öll göt. Svínið hoppaði svo og skoppaði þarna í kringum okkur, þetta er einmitt ein af þeim stundum sem ég skil afhverju við erum hérna Lifi sko lengi á þessu.

Eftir að Keikó og litli vinur hans voru orðnir bensínlausir og tærnar á mér löngu orðnar ónæmar fyrir kulda, gengum við frá tryllitækjunum. Brunuðum uppí hús og elduðum síðbúinn brunch fyrir liðið. Ég við eldavélina að steikja beikon og Geirinn úti við grillið að massa pylsur.

Takk fyrir yndislega helgi:) Skora á liðið sem var með myndavélar að henda myndunum inná netið, mínar eru komnar á mittpláss;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ :) geggjuð helgi : og þessi sem er að koma verður örugglega jafn skemmtileg ;) hehe flottar myndir á myspaceinu hehe.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:47

2 identicon

ohh, ahfhverju ertu ekki búin a blogga manneskja! ég nenni ekki að vera að læra!!

Ragnheiður (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband