Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Danmörk
21.10.2008 | 12:42
Loksins loksins loksins, ég er komin aftur til danmerkurinnar. Dagur sem ég hef þráð síðan ég koma heim frá danmörku fyrir rúmum mánuðir síðan.
Sit hérna ein með sjálfri mér með bjór í einni og tölvuna í hinni á kaffihúsi rétt hjá hovedbanegarden býð eftir lestinni minni yfir til sönderborg. Já ferðalagið er bara rétt að byrja:)
Skelli inn einni af mér í leiðinni:) Hér á kaffihúsinu:)
Og önnur: Kalli klikkar ekki:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jább ég lifi enn....
19.10.2008 | 23:16
allaveganna í þeim skilningi að hjartað pumpar, blóðið rennur og ég anda að mér 21% súrefni og út koltvísíringsblöndu með ca 16% súrefni. (já segiði svo að maður læri ekki e-ð í einkaþjálfaranámi)
Semsagt maskínan virkar enn, aðra sögu má segja um mig sjálfa. Getum orðað þetta þannig að það er ekki efst á ,,must do" listanum að lifa lífinu. Skemmtanalífið hefur verið sett á hold. Ekki frá þvi að það sé einhver forgangsröðun þarna í gangi. Veit samt ekki, ætla ekki að hafa of hátt um það. Enda á leið til DANMERKUR:) já og ef einhver spyr þá er ég færeyskur læknanemi.
Áfengi hefur ekki komið inn fyrir mínar varir síðan á afmælinu hans Haraldar hér forðum daga. Helgarnar hafa verið nýttar í svefn og endurnæringu, ræktina (bæði þessa líkamlegu og andlegu) ömmuheimsóknir frænkuhittinga og fleira í þeim dúr. Og alltaf kemur mér það á óvart hversu mikið kosý það er að sitja heima hjá gömlunum, skoða gamlar myndir og spjalla. Fullt fyndnar kellingar sem ég á þar. Ekki skrýtið enda ég komin af þeim;)
Dagarnir mínir eru endalausir, vinna skóli, vinna skóli, vinna og vinna aðeins meira. Svo helgarnar eru kærkomin orkusöfnun. Nú krossa ég fingur að komast inní hí eftir áramót. Sjaldan eða aldrei sem ég hef verið svona spennt fyrir námi svo það er bara gott, vona bara að ég finni mig í þessu. En hef þó allan vara á, því eins og ég er þá veit enginn hvar ég mun enda.
Í dag fékk ég þær sorgarfréttir að hún Anna Stella mín er búin að framlengja dvöl sinni þarna fyrir norðan svo ég pantaði mér eitt stk flug til SVALBARÐA en þar mun ég eyða eins og tveimur vikum af árinu 2009 ekki slæmt það:)
Vildi bara láta vita af mér! vondandi að ég komi með e-ð málefnalegra næst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mig vantar svoooooo.....
3.10.2008 | 15:29
........ HUND já mig vantar stóran og góðan hund.
Þörf mín og löngun er tvíþætt: Fyrst og fremst ástæðu og afsökun til að fara út að leika í snjónum. Skella mér uppí heiðmörk eða e-ð þaðan af lengra.
Annars vegar til að fylla uppí þetta tóm. Já ég er sko meira hrúgaldið þessa dagana, skammast mín fullt fyrir það en þannig er það nú bara. Upplifa þessa óskilyrðislausu ást, hafa einhvern, sjá einhvern og vita að það er einhver sem þarfnast manns. Helst einhvern sem bryder sig ikke om kreppuna, útlit mitt, kg fjölda, heimskulegar gjörðir, orð eða hegðun. Svo lengi sem hann/hún fær nóg að éta og góða hreyfingu.
Svo ég fari nú að tala um vinnunna enn einu sinni þá er þetta akkurat tilfinningin sem ég upplifa þar. Að mín sé þarfnast. Sjá þessar snúður og snældur sem koma hlaupandi á móti manni knúsa mann í köku og sýna það sko, hreint og beint að þeim líkar við mann. Aftur á móti færðu að finna fyrir því ef að einhverjum líkar ekki við þig, þar er ekki verið að spara stóru orðin heldur. Svo er fólkið sem ég er að vinna með bara svo fullt fyndið og bráðskemmtilegt.
En þar sem að það er alveg bannað að lifa fyrir og í kringum vinnuna sína þarf ég hund.
Og svona rétt í lokinn, hvernig getur það staðist að þessi maður finni ástina en ekki ég????
Höfum það svo alveg á hreinu að þessi maður hefur lést um 250 kg fyrir brúðkaupið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)