Föstudagsþvæla.....
22.8.2008 | 10:53
Veit ekki alveg afhverju ég er að skrifa hérna núna, hef svo sem ekkert merkilegt að segja. Kannski helst það að:
Lífið hreinlega leikur við mig þessa dagana og mánuði, og það er alveg hreint MÖGNUÐ tilfinning.
Það er einhvernveginn ekkert sem heldur aftan að mér, ekkert sem ekki er að ganga upp og ekkert sem ekki er hægt að gleðjast yfir:) Í sannleika sagt er það sjaldan sem ég upplifi annað eins frelsi.
Ég er byrjuð í ræktinni af fullum hug og þar er sko ekkert lítið tekið á, endorfínið alveg á fljúgandi. 5 kg af fyrir 1. Okt, hér með segi ég það og skrifa. Fór í þennan svona líka spinning tíma í gær kræst, þetta var svo gaman. Og svo langt fram yfir líkamlega getu, var e-ð allt annað sem hélt manni gangand. Kannski heiti þjálfarinn hafi e-ð haft um það að segja:) Eigum við að ræða hann e-ð, brosandi hringinn allan tímann, með þessa svona líka sætu bumbu
Hvíld í kvöld, útað borða með Miami skvísum og svo snemma að sofa. Langar að taka þetta á góðum tíma á morgun.
Verð svo á gráu þrumunni annað kvöld, enginn bjór fyrir mig! Tek að mér að keyra fulla vitleysinga fram á nótt
Eigið góða helgi!
Athugasemdir
Gangi þér vel í átakinu og megi lífið brosa við þér áfram
Frábært að þú hafir svona gaman af líkamsræktinni. það er fyrir öllu. Þá endist maður lengur.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 12:00
ég sakna þess að láta þig skutla mér á Laugardagskvöldum í snjóhríð niður í bæ! :D Geturu ekki bara skotist á Svallan og hjólað með mig á hjólinu mínu um bæinn ?
Það er yndislegt að heyra hvað þér líður vel elskan mín :D
Sakna þín sæta!
Anna Stella Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:26
jæja er ekki bara komin tími á smá færslu... er búin að vera að reyna að hringja í þig í dag!!
Ragnheiður (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.