Nýtt blogg

Afríka og undirbúningur

www.afrika2009.blog.is


Danmörk

 

Loksins loksins loksins, ég er komin aftur til danmerkurinnar. Dagur sem ég hef þráð síðan ég koma heim frá danmörku fyrir rúmum mánuðir síðan.

 

Sit hérna ein með sjálfri mér með bjór í einni og tölvuna í hinni á kaffihúsi rétt hjá hovedbanegarden býð eftir lestinni minni yfir til sönderborg. Já ferðalagið er bara rétt að byrja:)

Skelli inn einni af mér í leiðinni:)141951 Hér á kaffihúsinu:)

Og önnur: 142228 Kalli klikkar ekki:)

 


Jább ég lifi enn....

allaveganna í þeim skilningi að hjartað pumpar, blóðið rennur og ég anda að mér 21% súrefni og út koltvísíringsblöndu með ca 16% súrefni. (já segiði svo að maður læri ekki e-ð í einkaþjálfaranámi)

Semsagt maskínan virkar enn, aðra sögu má segja um mig sjálfa. Getum orðað þetta þannig að það er ekki efst á ,,must do" listanum að lifa lífinu. Skemmtanalífið hefur verið sett á hold. Ekki frá þvi að það sé einhver forgangsröðun þarna í gangi. Veit samt ekki, ætla ekki að hafa of hátt um það. Enda á leið til DANMERKUR:) já og ef einhver spyr þá er ég færeyskur læknanemi.

Áfengi hefur ekki komið inn fyrir mínar varir síðan á afmælinu hans Haraldar hér forðum daga. Helgarnar hafa verið nýttar í svefn og endurnæringu, ræktina (bæði þessa líkamlegu og andlegu) ömmuheimsóknir frænkuhittinga og fleira í þeim dúr. Og alltaf kemur mér það á óvart hversu mikið kosý það er að sitja heima hjá gömlunum, skoða gamlar myndir og spjalla. Fullt fyndnar kellingar sem ég á þar. Ekki skrýtið enda ég komin af þeim;)

Dagarnir mínir eru endalausir, vinna skóli, vinna skóli, vinna og vinna aðeins meira. Svo helgarnar eru kærkomin orkusöfnun. Nú krossa ég fingur að komast inní hí eftir áramót. Sjaldan eða aldrei sem ég hef verið svona spennt fyrir námi svo það er bara gott, vona bara að ég finni mig í þessu. En hef þó allan vara á, því eins og ég er þá veit enginn hvar ég mun enda.

Í dag fékk ég þær sorgarfréttir að hún Anna Stella mín er búin að framlengja dvöl sinni þarna fyrir norðan svo ég pantaði mér eitt stk flug til SVALBARÐA en þar mun ég eyða eins og tveimur vikum af árinu 2009 ekki slæmt það:)

Vildi bara láta vita af mér! vondandi að ég komi með e-ð málefnalegra næst!


Mig vantar svoooooo.....

........ HUND já mig vantar stóran og góðan hund.

Þörf mín og löngun er tvíþætt: Fyrst og fremst ástæðu og afsökun til að fara út að leika í snjónum. Skella mér uppí heiðmörk eða e-ð þaðan af lengra.

Annars vegar til að fylla uppí þetta tóm. Já ég er sko meira hrúgaldið þessa dagana, skammast mín fullt fyrir það en þannig er það nú bara. Upplifa þessa óskilyrðislausu ást, hafa einhvern, sjá einhvern og vita að það er einhver sem þarfnast manns. Helst einhvern sem bryder sig ikke om kreppuna, útlit mitt, kg fjölda, heimskulegar gjörðir, orð eða hegðun. Svo lengi sem hann/hún fær nóg að éta og góða hreyfingu. 

Svo ég fari nú að tala um vinnunna enn einu sinni þá er þetta akkurat tilfinningin sem ég upplifa þar. Að mín sé þarfnast. Sjá þessar snúður og snældur sem koma hlaupandi á móti manni knúsa mann í köku og sýna það sko, hreint og beint að þeim líkar við mann. Aftur á móti færðu að finna fyrir því ef að einhverjum líkar ekki við þig, þar er ekki verið að spara stóru orðin heldur. Svo er fólkið sem ég er að vinna með bara svo fullt fyndið og bráðskemmtilegt.

En þar sem að það er alveg bannað að lifa fyrir og í kringum vinnuna sína þarf ég hund.  

Og svona rétt í lokinn, hvernig getur það staðist að þessi maður finni ástina en ekki ég???? 

aloneREX0204_468x388

 Höfum það svo alveg á hreinu að þessi maður hefur lést um 250 kg fyrir brúðkaupið. 

 

 

 

 


Hvernig er hægt........

Að vera svona einmanna umkringd öllu þessu fólki!?

Hef ekki tölu á því hversu oft ég hef reynt að setjast fyrir framan skjáinn undanfarna daga, koma einhverju niður. Reyna að greiða úr þessari flækju þarna uppi. Einhverra hluta vegna stoppa ég alltaf... ég veit alveg afhverju. 

Þið ættuð eiginlega að sjá mig núna, ég held ég yrði gott og ábyggilega mjög ,,skemmtilegt" rannsóknarefni í eigindlegar rannsóknir fyrir mannfræðinga. (Geri ráð fyrir því að það þurfi ekki mikið til að skemmta því fólki) Ég er ekki frá því að þeir myndu fá mikið útúr því að fylgjast með mér eins og í einn dag, skoða athafnir og viðbrögð og skapferli þessa nýju tegundar ,,mann"fólks. Hér sit ég á náttbuxum og í bleikri peysu, get ekki útskýrt hvað átti sér stað í kollinum á mér við kaup hennar, ekki beint þessi bleika týpa. Ég geng um tóma íbúðina eins og ég eigi lífið að leysa, nei ég er ekki að taka til. Ég er ekki að ná í nokkurn skapaðann hlut , ekki að athuga nokkuð, flýta mér eða bíða eftir neinu. Ég er bara að labba... Einstaka sinnum læðist fram bros en inná milli rennur tár, bara eitt lítið tár. Ég græt ekki, þetta er ekki gleðitár...... Get ekki útskýrt. 

Ótrúlegt hvernig þetta er með mig, um leið og læðist einhver lognmolla yfir líf mitt, já eða bara daginn minn verð ég ómöguleg. Þetta er ekkert nýtt, svona hef ég alltaf verið. Ef ég var ekki á ballettæfingum, var ég í handbolta. Einhvertímann datt mér í hug að læra á píanó, Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það fór, ekki til músik í mínum kropp. Þess á milli stofnaði ég leynifélög, njósnarasamtök, hlaupaklúbba, dýrakirkjugarða, samdi Grease dansa, bjó til leikrit og svona get ég endalaust haldið áfram. Aldrei gat ég verið ein inní mínu herbergi að dunda mér, foreldrum mínum til mikillar armæðu. Ef enginn var að leika við (sem var mjög sjaldan) þurfti móðir mín góð að fylla í skarðið. Ef hún var ekki í hlutverki ömmunnar, sem við Stína dúkka (mikið er hef ég verið frumleg) heimsóttum í gríð og erg, var gamlan dregin í sundlaugar borgarinnar þá helst árbæjar eða laugardalslaug þar sem pabba var keyrt út í eeeendalausum rennibrautaferðum. Ég man varla eftir mér inni, flestar mínar æskuminningar eiga sér stað út í garði eða á nýja-róló. Þegar ringdi var drullumallað, í snjónum kepptust við að klæða okkur sem mest því auðvitað átti að búa til flottasta snjókall sem nokkurn tímann hafði litið dagsins ljós eða stærsta snjóhús bæjarins. í þau svo fáu skipti sem sólin lét sjá sig fengu spjarirnar að fjúka og það var sko hlaupið.......

Og svona er ég enn, vonandi örlítið þroskaðri samt:) Og þar sem það fittar ekki alveg inní normið og líklega litið hornauga á það að ég 21 árs dama færi út að leika mér í eina krónu eða hjóla um hverfið og syngja hástöfum með minni undurfögru söngrödd ,,ekki baun baun í bala". Já og bara enginn til að leika við. Er ég nokkurnveginn dæmd til að finna mér aðrar leiðir til að fá útrás. Ég er svo heppinn að vinna þannig vinnu að stórum af orkunni get ég hleypt út þar. Frímínútur, leikfimistímar, tröppuleikir og skólasund með öllum celebunum sem ég er að vinna meðCool  Ekki ónýtt það! Afgangsorkan sem ég á svo eftir eftir 12 tíma vinnudag klárast í classanum útá nesi.  

Veit ekki alveg í hvaða bjartsýniskasti ég var, hérna fyrr í haust þegar ég var að skipuleggja haustið mitt og ákvað að vera í FRÍI um helgar!! Hvað í and.... á ég að gera við tvo heila daga?? (nei ég er bara ekki að grínast) Ég kem engu í verk, það versta fyrir fólk eins og mig sem þjáist af frestunarveikinni er frítími. Ég er klárlega best undir mikilli pressu. 

Tilfinning dagsins í dag er einmannaleiki, ég skil ekki einu sinni sjálf hvernig ég get verið einmanna. Ég er alla daga og alltaf umkringd fólki. 

 Jæja ætla að koma einhverju í verk svona áður en það fer að dimma aftur.  


One life, live it!

Ég skal sko segja ykkar það......

Þetta sumar ,,mitt" ætlar engan endi að taka, ég veit bara ekki hvort að nokkurt orð sé nógu sterkt til að lýsa þessari endalausu gleði sem síðustu mánuðir já og allt árið hefur gefið mér. Þakklát er ég alligevel.

Miðað við rigninguna sem hefur dunið á okkur borgarbúa og líklega alla landsmenn þessa vikuna, býst ég við að við séum að rúlla inní haustið með öllu sem því fylgir. Nýliðin helgi er því hinn fullkomni endahnútur á sumrinu endalausa.

Fjörið byrjaði strax í krónunni í mosó, þar sem Sigurgeir, Ingibjörg, Thelma og auðvitað ég, létum eins og enginn væri morgundagurinn og við á leið í sumarbústað til þess eins að éta. Til allrar hamingju leit hann Jón Þór við eftir aðeins klukkustundar líkamsþvott (það skal enginn segja mér að ég sé lengi í sturtu, maðurinn ekki einu sinni með hár), og reif allt steini léttara uppúr körfunni, grillmaster var ekki langt undan og laumaði hann hinu og þessu tilbaka í körfuna þegar Jón litli sá ekki til. Áður en langt um leið vorum við orðin 9 að reyna að versla fyrir einn sólarhring, þið getið ímyndað ykkur hvernig það gekk. Jón Þór minnti okkur rækilega á afhverju hann fékk viðurnefnið næst-leiðinlegasti maðurinn á eyjunni og verður það áfram þannig um óakveðinn tíma. En hann fær þó prik frá okkur stúlkum enda okkar að borga matinn:)

Eftir að geltirnir höfðu gúffað í sig kjúkling kenndan við kenny, rúlluðum við af stað, 3 stúlkur og 6 unaðsmenn, eru þið að tékka á líkunum að detta í spún?? upp í Skorradalinn fagra, þar sem ýmislegt mis-nethæft átti sér stað

Þegar á leiðarenda var komið leið ekki á löngu þar til allir voru komnir í gallann og tilbúnir í fjörið. Seadoo rifið af stað fyllt af bensíni og útí vatn. Þarf ég e-ð að segja ykkur hversu skemmtilegt þetta var? sjóskíðin, brettið og slangan tekin fram, svo það var nóg að gera fyrir alla. Á milli ferða var hægt að treysta á Harald anton til að halda á manni hita eða halda uppi fjörinu á bryggjunni, Hasselhoff hvað?

Hasselhoff hvað?

   Einar greyið náði að slasa sig í fyrri hálfleik, ekki skrýtið miðað við flugið sem maðurinn tók. Sumir flugu útí öðrum var hent og restin ákvað að hoppa sjálf útí. Aðalsportið var að reyna að henda þeim sem var aftan á af, get nú ekki sagt að það hafi gengið illa:) Svo allir fengu sinn skerf af vatni.

P9060029

Að vera bráðgreind kom mér sko aldeilis að góðum notum, eftir að flestum var orðið kalt og mestu aumingjarnir komnir í pottinn stóð Ragetta enn á bryggjunni ásamt hinum þrjósku og gáfuðu,sem þýddi það að við gátum leikið okkur endalaust áfram án þess að nokkur maður væri að bíða eftir að vera næstur, þónokkrar aukamínútur þar:) Ég náði að fljúga á hausinn, puttabraut mig og bakaði þetta dýrindissár á hnéð á mér ásamt einstaka marblettum hér og þar um ALLAN líkama, hvernig fer ég alltaf að þessu? Til gamans má geta að ekkert áfengi kom til sögu við þessar aðfarir mínar.

Þegar allir höfðu náð líkamshitanum yfir frostmark og sötrað nokkra kalda var farið að huga að kvöldmat. Einar setti sig í stellingar, en var fljótt rekinn í sófann með kælipoka og hátt undir fæti, enda stórslasaður drengurinn. Daníel setti upp svuntuna og fór í líki grillmasters, Ragetta réðst á grænmetið og kappepplurnar og áður en við vissum af var þetta dýrindis læri framreitt með öllu tilheyrandi, og rann þetta ljúflega niður kverka þreyttra vatnakappa. Þegar hér er komið við sögu var Flosrún nokkur nýlent og vorum við þá öll unaðseyjapeyjar mætt á svæðiðTounge

Kvöldið leið svo eins og vera ber í alvöru bústaðaferðum, allir rúllandi fullir og kolbrjálaðir af áfengisvímu, syngjandi, dansandi og buslandi vitleysingar.

Þegar fólk hafði andast úr þynnku í þónokkurn tíma, við Ingibjörg startað leiknum ,,bannað að sofa , allir að vera með" við misgóðar undirtektir leikmanna lá leið okkar útá vatn á ný, enn og aftur komu gáfur mínar mér til góðs, ein af fáum sem fór í þurran galla, sem þýddi mun meira úthald á bryggjunni góðu enda Kári kallinn kominn í heimsókn ekki lítil læti í honum. Öldugangurinn á vatninu skemmdi svo ekki fyrir stemmningunni og sjiiiiii hvað var gaman. Eftir að þunnu og blautu vitleysingarnir voru farnir inn að andast héldum við 4 áfram fjörinu og var látunum ekki linnt fyrr en Seadoo var orðinn bensínlaus og vildi fara að hvíla sig. Guðmundur reyndi af öllum lífs og sálarkröftum að henda Ragettunni af og stóð Sigurgeir spenntur á bryggjunni og fylgdist með aðförum hans og litla apans sem hékk aftan á. Já ég sat sem fastast Þegar Guðmundur sá loksins að þetta var ekkert að takast hjá honum ákváðum við að fara að ráðast á öldurnar og það var sko stokkið hoppað hlegið og gleypt vatn, inní öll göt. Svínið hoppaði svo og skoppaði þarna í kringum okkur, þetta er einmitt ein af þeim stundum sem ég skil afhverju við erum hérna Lifi sko lengi á þessu.

Eftir að Keikó og litli vinur hans voru orðnir bensínlausir og tærnar á mér löngu orðnar ónæmar fyrir kulda, gengum við frá tryllitækjunum. Brunuðum uppí hús og elduðum síðbúinn brunch fyrir liðið. Ég við eldavélina að steikja beikon og Geirinn úti við grillið að massa pylsur.

Takk fyrir yndislega helgi:) Skora á liðið sem var með myndavélar að henda myndunum inná netið, mínar eru komnar á mittpláss;)


Inní Mér Syngur Vitleysingur.......

P8280010

Nei stelpur, ég ræð ekki við mig! Hvað er með allan þennan sjarma? Hvernig er hægt að vera brosandi hringinn heilan spinning tímal Hann má sko alveg kenna mér í skólanum í veturTounge Byrjar maðurinn svo ekki tímann á uppáhaldslaginu mínu, ég gat sýnt öllum hvernig mér var innanbrjóst hahahahah 

Já Ragetta litla er fundinn, sá hana á vappinu uppí Öskjuhlíðarskóla mikið var ég glöð að finna hana:) Ég sem hélt ég hefði skilið hana eftir i den dejlige Danmark.

Nýja vinnan!! vá hvar á ég að byrja?  Í dag er ég búin að fara í matreiðslu, þar lærði ég að búa til ávaxtasúrmjólk með músli. Já það þurfa sko allir að kunna. Sérstaklega móðurlausir gemlingar eins og ég. Eftir dýrindis morgunverð lá leið okkar í íþróttahúsið þar sem við fórum í bandý og ég sýndi einstaka hæfileika, enda ekki við öðru að búast:) Enn eitt dæmi afhverju ég á ekki að vera í kjól. Því næst frímínútur, lestur og stærðfræði og svo þessi yndislegi göngutúr í góða veðrinu. En allt þetta væri nú ekki merkilegt nema vegna þess að ég er svo heppin að fá að upplifa þetta allt með gemlingunum ,,mínum"Grin

Búin að skila mömmu gömlu yfir í hendur síflullra og keðjureykjandi dananna, þar sem sólin skín enn og sumarið ætlar að halda áfram útí það endalausa. Get nú ekki kvartað að hafa fengið eins og viku framlenginu af frábæru sumri, ætla nú heldur ekki að fara að kvarta yfir því það hafi aðeins léttst í pyngjunni og á móti bæst ,,örlítið" við í fataskápinn.

p8280265

 Og fyrst að við erum byrjuð... þá væri nú hálf hallærislegt að fara að kvarta yfir því að hafa setið á Nyhavn með íískaldann fadöl með gömlunni, borða dýrindismat í öll mál, sofa út. Fá sér alvöru kokteil á Mexibar jammmmí! Rölta um á strikinu, sjá amalíuborg og ekki má gleyma litlu Havfru-inni. Klárlega eitt að því merkilegasta sem ég gerði í þessari ferð:) hvað er málið með hana greyið? Mér finnst nú heldur ekki slæmt að hafa rifjað upp gömul kynni við dönskuna góðu, kom sjálfri mér og öðrum á óvart hversu flyvende ég er í henni. Hitt þá Morten og Sören alveg mestustu dúllur kaupmannahafnar. Klúðraði tækifæri mínu algjörlega að upplifa sólstrandarstemmara í dk. Að ógleymdum skíðakennurunum, hvaða dönum dettur í hug að gerast skíðakennarar?? nei bara svona pæla..... 

p8290275

Náði að bulla endaust í þeim hversu mikil snilld væri að skíða í bláfjöllum (mennirnir að kenna í bæði svissnesku, ítölsku og frönsku ölpunum) en það er nú bara prump miðað við ísland! Afhverju þetta land heiti nú ÍSland nema bara vegna þess að við erum ALLTAF í kafi í snjó:)  hehe kannski maður rekist á þá á brettinu í vetur! 

p8290268

 

Að krassa í stofunni hjá Hjalta og Völu var nú ekki svo slæmt heldur, enda tóku þau konunglega á móti mér, nema hvað? LoL

Mömmu gömlu er sárt saknað enda sú besta. Ótrúlegt hvað ég er lítil og meir móðurlaus ungi. Stelpan sem aldrei fær heimþrá. Gisti útum allar trissur á mínu yngri árum, ekki með miklar áhyggjur af mömmu, Sú sama og pantaði sér auglýsingu í bændablaðinu 11 ára gömul og var komin austur í breiðdal nokkrum vikum seinna. Bjó í norgegi eitt sumar 14 ára. Ákvað að flytja til danmerkur 17 ára gömul.

En þegar mamma stingur af úr hreiðrinu........ Ég skil þetta ekki 

P8290012

 

 

 

 

 

 

P8270008

 

 

 

 


Föstudagsþvæla.....

 Veit ekki alveg afhverju ég er að skrifa hérna núna, hef svo sem ekkert merkilegt að segja. Kannski helst það að:

Lífið hreinlega leikur við mig þessa dagana og mánuði, og það er alveg hreint MÖGNUÐ tilfinning.

Það er einhvernveginn ekkert sem heldur aftan að mér, ekkert sem ekki er að ganga upp og ekkert sem ekki er hægt að gleðjast yfir:) Í sannleika sagt er það sjaldan sem ég upplifi annað eins frelsi.

Ég er byrjuð í ræktinni af fullum hug og þar er sko ekkert lítið tekið á, endorfínið alveg á fljúgandi. 5 kg af fyrir 1. Okt, hér með segi ég það og skrifa. Fór í þennan svona líka spinning tíma í gær kræst, þetta var svo gaman. Og svo langt fram yfir líkamlega getu, var e-ð allt annað sem hélt manni gangand. Kannski heiti þjálfarinn hafi e-ð haft um það að segja:) Eigum við að ræða hann e-ð, brosandi hringinn allan tímann, með þessa svona líka sætu bumbuW00tBlush

Hvíld í kvöld, útað borða með Miami skvísum og svo snemma að sofa. Langar að taka þetta á góðum tíma á morgun.

 Verð svo á gráu þrumunni annað kvöld, enginn bjór fyrir mig! Tek að mér að keyra fulla vitleysinga fram á nóttTounge

Eigið góða helgi!

 


Ég er bara svo mikið hamingjusöm.....

Og það ekkert lítið.

Þetta er einn af þeim dögum sem fær mig til að skilja afhverju við erum hérna á þessari jörð, þetta er sama tilfinning og ég fæ þegar ég er stödd í útlöndum, annað hvort í einhverri gullfallegri borg, (og þær eru sko ekki fáar sem ég hef heimsótt, Barcelona, London, Kaupmannahöfn, Uppsala, Oslo, Strassburg, Vín, New York, París, Mílano, Lissabon váá talandi um heimsborgara:)) eða vakna uppá Miami og það fyrsta sem maður sér er south beach sól gleði og glamúr framundan, ég fæ þessa tilfinningu líka þegar ég er útí landi, ekkert lítið fallegt land sem við eigum, Uppá fjöllum hvort sem það er gangandi, skíðandi á bretti eða á sleða. Þegar ég fæ knús eða koss frá þeim sem mér þykir vænt um, á sumrin þegar sólin skín með öllu sem henni fylgir, sundi, bæjarferðum og sólböðum. Þegar ég eyði kvöldinu með stráknum sem ég er skotin í yfir einhverri mynd sem ég veit ekkert hvað er um því ég er svo upptekin að einhverju allt öðruInLove og svo mætti lengi telja....

Þessi óhemju mikla hamingja stafar ekki að því að það er mánudagur og heil vinnuvika eftir hér á skattinum, góð ágiskun samt sem áðurTounge

Það virðist bara allt vera að ganga upp hjá mér þennan gráa en frábæra mánudag, í morgun er ég búin að:

- Vinna á skattstofunni (sem er afrek útaf fyrir sig)

- Kaupa mér miða til DK þann 26. ágúst næstkomandi, þar ætla ég að vera í viku, framlenga sumrinu mínu, vondandi. Fara í tívoli, ganga á strikinu, Versla frá mér allt vit og njóta dönskunnar:)

- Koma mér inní einkaþjálfaraskólann, með því að hringja hvippinn og hvappinn, senda e-mail og ganga á eftir umsókninni.

- Fara og panta Cintamani vestið sem ég er búin að horfa í fjarska núna í rúmt ár og aldrei leyft mér að kaupa, sökum fátæktar.

- Redda mér vinnu í Öskjuhlíðarskóla í vetur í 5 mín samtali:) horfi brosandi fram í veturinn sem var án efa farinn að vefjast örlítið fyrir mér, enda er ég ekki mikil myrkur manneskja og vil helst hafa sumar allan ársins hring. Ég átti erfitt með að sja fram á það að vera á skattinum í ALLAN vetur, það hefði ekki verið til að bæta mitt geð. ( Þó svo að fólkið sem ég er að vinna með hér sé ekkert nema frábært) En tilhugsunin um að eyða haustinu með ungunum mínum toppar allt.

- Á sömu mínútu og ég var að tala við Skólastjórann fékk símtal frá mömmu eins uppáhalds úr Lauglandi og var hún að bjóða mér vinnu með orminn sinn í vetur:) Atvinnulaus verð ég allaveganna ekki. Svo eru það sambýlin mín sem ég er ekki tilbúin að klippa á strenginn hjá!

- Bloggaði 2svar í dag, fátt sem róar mig meira en að koma hugsunum á blað, svo það er annað hér fyrir neðan:)

Já það er sko hægt að vera hamingjusamur á mánudegi hjá skattinum:) Nú vantar mig ekkert nema einn já eða tvo unaðsmenn sem nenna að hanga með mér svona annað hvert kvöld í vetur má meira að segja vera 3ja hvert:) til að detta í spún og hver veit nema að rúlla í sleik!

Eigið góða viku

Ragnhildur

 


Það er svo undarlegt með unga menn.....

Hvernig er þetta, þarf bara að koma haust strax eftir verslunarmannahelgi??

Guð sé lof að ég ætli að rúlla yfir til Danmerkur næstkomandi Þriðjudag. Ég get glatt ykkur með því að samkvæmt veðurstofu Ragettu er spáð sól og sumri allan tímann, ekki slæmt það:)

Plön helgarinnar fóru e-ð fyir ofan garð og neðan, hef það sterklega á tilfinningunni að hópþrýstingur hafi e-ð haft með það að gera. Lét það þó ekki stoppa mig að mæta í ræktina föstudaginn og tók svona allsvaðalega á því, við erum að tala um það að ég er ennþá með strengi. Ekkert nema gott mál! Mætti svo galvösk með Ragettuvodkadreitil í einni og bíllykilinn í hinni í partý til næstleiðinlegasta mannsins á eyjunni, og úr urðu þessi svona líka innri átök. Ég ákvað að gefa bakkusi eftir. Hljóp langleiðina úr breiðholti niður í bæ með Einsa Gunn í eftirdragi, maraþon hvað?

Þynkunni var svo eytt niður í KR-heimili, þar sem gömlu flíkurnar okkar Ragnheiðar runnu út eins og heitar lummur, seldum fyrir 60 þús krónur:) ég kvarta ekki, fataskáparnir fullir af fötum sem ég actually NOTA og fullt af pening til að eyða í ný föt. Fengum okkar 15 mín já eða sec af frægð í kvöldfréttum á rúv. Toppaðu það!

Um kvöldið lá svo leið mín í pottapartý í Beverly Hills hverfið í hfj þar sem Thelma mín hélt uppá 22 ára afmælið sitt. Þegar þangað var komið hófst þessi svona líka innri barátta á ný en viti menn bíllykilinn sat uppi sem sigurvegari þetta skiptið. Þvílík hamingja að vakna í gærmorgun.

Svona verður þetta næstu vikur og vonandi mánuði, því nú ætla ég að leggja djammið til hliðar og fara að einbeita mér að öðrum hlutum. Í dag ætla ég nefnilega að borga staðfestingargjald í einkaþjálfaraskólann:):) Pantaði mér tíma í fitumælingu W00tá þriðjudaginn og nú verður allt mælt, skoðað, vigtað og skráð hátt og lágt! Og það verður sko tekið á því, ég óska því ennþá eftir ræktarfélaga og verður sá hinn sami að vera tilbúinn að taka vel á því:)

Kannski maður ætti að fara að vinna?

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband