Mánudagsveikin

Eigum við að ræða það e-ð hvað það var erfitt að vakna í morgun?

En svona í ljósi þess hversu einstaklega morgunhress ég er, var það fyrsta sem ég gerði eftir að ég var búin að hjóla í vinnunni á sirka milljón km hraða (haha með lappirnar á yfirsnúning, ég er of töff) að skrá mig í Maraþonið sem ég gæti ekki hlaupið núna þó það væri til að bjarga lífi mínu og minna. Ég skammast mín nú ekkert lítið þegar ég segist hafa beilað á hálf-maraþoninu sem ég var búin að blaðra um á loud speaker um allar trissur, og læt 10 km næga, bjór er þá ekki leiðin til að komast í form eftir allt saman. Og ég held að bumban mín sé ekkert að mótmæla því:)

Þegar maður svo skráir sig getur maður valið um að styrkja góðgerðasamtök, en til þess þarf maður að safna áheitum og hér með óska ég eftir þeim:) Ég veit ekki alveg hvernig maður á eiginlega að geta valið úr rúmlega 20 samtökum með góðri samvisku, minnir svolítið á þegar ég er að velja mér framtíðarplön alltof mikið í boði og þegar maður velur eitt verður maður víst að hafna öllu hinu, svekk! Þarna var hægt að velja úr Styrktarfélagi Lamaðra og Fatlaðra sem ég er búin að vera að vinna samviskusamlega fyrir síðastliðin 3 ár svo ég var fljót að strika yfir það, ekki það að það vanti ekki peningana þangað! ADHD samtökin ,,heilluðu" en ég ákvað að taka Forma félag átröskunarsjúklinga, svona því ég þekki það.

Og svona fyrst að ég er byrjuð að blaðra þá er gaman að segja frá því að ég er búin að skrá mig í einkaþjálfara skóla í vetur, (nei það er sko ekki í staðin fyrir háskóla) það er bara einn hængur á að aðeins 20 nemendur eru teknir inn hverja önn, með fullri virðingu fyrir þessari stétt, eða allaveganna pinku virðingu:) hvaða inntökuskilyrði geta þeir eiginlega sett? Þeir sem geta gert flestar armbeyjur á sem styðstum tíma? nei ég bara spyr!

Svo legg ég líka til að þegar álagningarseðlarnir eru sendir heim til fólks, verði sendar eins og ein til tvær gleðipillur með, svona sem liðið getur gleypt rétt áður en það kemur hingað og gerir mér lífið leitt! Meira hvað fólk getur talað með rassgatinu. Munið ekki þegar við fengum alltaf svona flúortöflur í skólanum til að prófa með tannburstakennslunni!, það væri hægt að setja þetta undir sama hatt! Hér með skora ég á fjármála- félags og heilbrigðisráðherra að taka þetta til skoðunar. Klárlega brýnt málefni!

Ég er hætt í bili, en kvíðið engu ég kem fljótt aftur, ég er nefnilega komin niður á skatt:)

Svo er pæling að kíkja á svalbarða í haust, þar sem hlutirnir gerast:) http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/08/11/skaut_isbjorn_i_sjalfsvorn/

Er svo einhver geim í danska daga um helgina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg game :) það er að segja í Danska daga....er samt að fara í paintball á föstudaginn en ég er til í að fara eftir það eða bara í hádeiginu á laugardeginum;)

Sara Margrét (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:54

2 identicon

heyrðu vinan - ég er búin að vera í allan morgun að rífa alskyns drasl úr skápum og hillum sem við ætlum svo að selja á flóamarkaðinum. Kveddu danska daga, þú ert líka búin að djamma nóg! ;)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Ragnheiður ég er ALDREI búin að djamma nóg!

Eða jú kannski! djöfull skeit ég á mig í 7 km í gær, úff heyrðu ég kem með þér ef þú kemur að hlaupa með mér, mér er alveg sama hvort þú hjólir skautar eða hvað:)

Ragnhildur Þóra , 12.8.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband